Kirkjuritið - 01.04.1975, Blaðsíða 53

Kirkjuritið - 01.04.1975, Blaðsíða 53
eina stofnun samfélagsins helgari en aðra. Heilög vébönd Gu5s vilja spanna rr>anninn allan, einstaklinginn jafntsem samfélagið. Af því leiðir, að krafa Guðs vilja um réttlæti og miskunn í aiannlegum samskiptum, kemur til rnóts við manninn, hvar sem hann er að finna, hvort heldur það er í skjóli fjölskyldunnar eða úti í kuldanum, á vettvangi harðsviraðrar hagsmunabar- attu og pólitískra átaka. Með öðrum orðum krafan um réttlæti og miskunn tekur bæði til einstaklingsins sem til Þess þjóðfélagskerfis, sem hann býr við. Ekki verður hjá því komizt, að þessi einstæða og um leið gjörtæka áherzla a réttlæti og miskunn sem inntak Guðs vilja geri augljósa brestina í mannlegri viðleitni til að fullnægja fyllsta réttlæti °9 auðsýna miskunn. Því skyldi það vera eitt megin einkenni kristilegrar siðfræði, að hún haldi uppi sívakandi 9a9nrýni á þjóðfélaginu og á hlutskipti einstaklinga og hópa innan þess. Þessi 9agnrýni stefnir ekki að því að skapa kristið þjóðfélag í þeim skilningi að ^iæða veraldlegar stofnanir í ímynd- aðan kristilegan búning. Gagnrýnin stefnir hins vegar að því marki að sveigja þjóðfélagið og hinar ýmsu stofnanir þess æ meir í þá átt að verða iarvegur réttlætis og miskunnar í sam- skiptum manna. Fjölskyldan hefur löngum verið tal- ln einn af máttarstólpum samfélagsins. Með upplausn þessarar stofnunar riði heildarbygging samfélagsins til falls. Yrnsir óttast, að nú séu þeirtímar, þeg- ar greinilega megi merkja nokkur þau einkenni, sem bendi til þess, að heil- ðrigðu fjölskyldulífi sé stefnt í voða. Ég mun í síðara erindi mínu víkja nán- ar að þessum einkennum, en ræði fyrst nokkur almennari atriði til glöggv- unar á stöðu og hlutverki fjölskyld- unnar. Tímar hraðfara breytinga eru í senn erfiðir tímar og tímar margvíslegra nýrra tækifæra. íslenzk þjóð hefur á þessari öld, jafnvel á fáeinum áratug- um gengið í gegnum þjóðlífsbreyt- ingar, sem aðrar þjóðir höfðu mun lengri tíma að laga sig að. Af okkur er því krafist aðlögunarhæfni í óvenju ríkum mæli. Það er þá kannski ekki að undra, þótt margir verði ráðvilltir og aðrir uggandi um, hvert þessar öru breytingar stefni. Það er til marks um þennan ugg, að mönnum virðist nú tamara að tala um breytingar en fram- farir. Ekki er nema eðlilegt, að mönnum verði einkum starsýnt á þær breyt- ingar, sem orðið hafa á vettvangi verk- legrar menningar og tækni. Það eru þessar breytingar öðrum fremur, sem breytt hafa yfirborði jarðar, gjörbreytt búsetuskilyrðum manna og atvinnu- háttum og leitt til lífskjara, sem í efna- legu tilliti eru betri en menn hafa nokkurn tíma áður kynnzt. Þessar breytingar hafa vissulega komið við fjölskylduna og haft afdrifarík áhrif á stöðu hennar og hlutverk. Nærtækast er að benda á þá miklu röskun, sem orðin er á hlutverki fjölskyldunnar. Frá því að vera í senn mikilvæg fram- leiðslueining og neyzlueining verður fjölskyldan í borgarasamfélaginu nær einvörðungu neyzlueining. Fjölbreytt- ari atvinnuhættir og síaukin sérhæfing dæma fjölskylduna óhæfa til mark- verðra athafna á framleiðslusviðinu. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.