Kirkjuritið - 01.04.1975, Qupperneq 60

Kirkjuritið - 01.04.1975, Qupperneq 60
Um frjálslyndi — og rétta trú Urgur nokkur hefur veriS í sumum ágætum mönnum aS undanförnu út af grein síra Heimis Steinssonar í Kirkju- riti. Er engu líkara en sumum sé ein- hvers staðar illt. — Hvernig væri að reyna jóga til heilsubótar, — helzt að standa sem mest á höfði? Annars er því ekki að leyna, að nokkuð hefur verið um skemmtilegar bréfakomur, jafnvel skringilegar yrk- ingar, þéringar og yfirlýsingar. Einn prestur hefur sagt sig úr Prestafélagi islands, — en spyrjið mig ekki, hvað félagstötrið hafi til saka unnið. Aftur á móti er mér kunnugt, að dýrtíð er á íslandi, og þá er vitanlega búmanns- legt að fara fyrst úr þeirri flíkinni, sem kostar eitthvað, og spara hana. Eins hafa einhverjir verið að spyrja, hvort ritstjóri hafi talið sér skylt að birta ritsmíð síra Heimis. — Þeirri spurn- ing er auðsvarað: Kirkjuritið er mál- gagn íslenzkrar prestastéttar, Presta- félags íslands. Mjög gildar ástæður þyrfti því til þess, að grein frá íslenzk- um presti, þótt ekki sé sóknarprestur í svip, yrði hafnað. Slíkt kæmi þó til greina, ef maðurinn teldist ekki ábyrg- ur orða sinna ellegar efni hans væri með þeim hætti, að það ætti ekki heima I Kirkjuriti. Þarf þá naumast að geta þess, að ég tel síra Heimi færan um að verja mál sitt og standa við orð sín. En grein hans er, svo sem lesendum mun nú kunnugt, að formi til eins konar bréf til íslenzkra presta. Vitað mál var að sjálfsögðu, að ein- hverjum mundi falla greinin miður en öðrum, en enginn verður þó beðinn afsökunar á birting hennar, sízt þeir guðfræðingar og prestar, sem gjarna vilja kenna sig við frjálslyndi. „Frjáls- lyndi“ þeirra hefur sjaldnast riðið við einteyming. Fyrr á árum töluðu þeir og rituðu margt miður fagurt og miður satt orð um andstæðinga sína í nafni frjálslyndis síns og reyndi enginn að varna þeim máls. En það er gamla sagan, að sé að þeim vegið, þá á ekk- ert málfrelsi að líðast, heldur eru þar trúarofsóknir, rannsóknarréttur og jafnvel galdrabrennur. Verði einhver beðinn afsökunar, þá verður það líklega helzt síra Heimir. Óviljandi var honum gerður dálítill óleikur, er grein hans birtist í Kirkju- riti. Hún fór beint í flasið á Þjóðvilja- mönnum, er síðan gáfu tóninn með slnum hætti, enda hefur sú umræða, sem sprottið hefur af grein síra Heirri' is, ekki verið rismikil fram að þessu- Jafnframt varð mér það á að nefna hreina trú og rétta. Þar með egndi ég vitanlega allan hinn ,,frjálslynda“ hor gegn sfra Heimi. „Frjálslyndir guð- fræðingar á íslandi hafa sum sé aldrei þolað að heyra nefnda rétta trú. Það er vegna þess, að þeir einir hafa rétta trú, en hún á að heita frjálslyndi, en ekki rétt trú. Oftast virðist þar reyndar vera á ferðinni einhvers konar heima- tilbúningur, sprottinn af fáfræði eða hálfmenntun og sjálfumgleði, eins kon- ar „sjálfvalin dýrkun“, er Páll postuli kallaði svo. (Kól. 2,23.) Ekki skal full' yrt, að þeir hafi verið þröngsýnastir menn á íslandi á síðari öldum, en mik' ið má vera, ef svo hefur ekki verið. Hugtakið „rétttrúnaður" hafa þess:r sömu ágætu menn skammað svo og rógþorið í sífellu, einkum um blóma' skeið „frjálslyndisins", sem nú er 58
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.