Kirkjuritið - 01.04.1975, Page 74
stæðan uppruna. Marshall sýnir fram
á veikan grundvöll þessarar skoðunar,
sem stenzt ekki exegetiska rannsókn.
Áður en athuguð er notkun sonar-
titilsins í samstofna guðspjöllunum, er
rétt að líta á hliðstæða heitið faðir.
Joachim Jeremias hefur gefið út stór-
merka bók, „Abba“, þar sem hann
dregur saman heimildir um notkun
orðsins og rannsakar þær af mikilli
fræðimennsku.
Orðið ,,faðir“ er 51 sinni lagt Jesú í
munn í samstofna guðspjöllunum (að
undanskildum textahliðstæðum). Þar
af kemur það 7 sinnum fyrir í bænum;
13 sinnum viðhafði Jesús orðin „Faðir-
inn“ eða „faðir minn“, 9 sinnum orðin
„minn himneski faðir“ og tuttugu og
tvisvar ræddi Jesús við lærisveinana
um „föður yðar“ eða „yðar himneska
föður".
Hugsanlegt er, að tilgreindur texta-
fjöldi svari ekki til raunverulegra um-
mæla Jesú sjálfs. Athugun á efnislega
samhljóða textum (parallelismum) í
samstofna guðspjöllunum bendir til, að
Mattheus hafi bætt orðinu ,,faðir“ við
heimildir sínar í sjö tilvikum (Mt. 6:26,
10:29, 32, 33, 12:50, 20:23, 26:29), jafn-
vel einnig í Mt. 5:45, 7:21, 10:20 og
18:10.
Á grundvelli þeirra texta, sem með
sanngjörnum rökum má viðurkenna
sem upprunalega, orkar það ekki tví-
mælis að Jesús bað til Guðs sem föð-
ur síns og talaði við lærisveinana um
Guð sem föður þeirra (Mt. 6:9, Lk.
11:2). Sjálft orðið ,,abba“, sem hann
notaði (Mk. 14:36), hélzt áfram í not-
kun hjá kristnum mönnum í frumkirkj-
unni (sbr. Róm. 8:15, Gal. 4:6). Því
kann við fyrstu sýn að virðast sem
Jesús og lærisveinar hans hafi allif
verið hluttakendur í einu og sama son-
arsambandinu við föðurinn og að ekk-
ert yfirskilvitlegt (metaphysical) hafi
verið við þetta samband. Sarnkvæmt
þessari túlkun væri þá ekkert einstætt
við sjálfsvitund Jesú, og umrætt orða-
lag ætti sér þá eðlilega skýringu í því
að vera bein þróun frá notkun orðanna
í GT og í Gyðingdómnum. (Sjá Exod.
4:22f, Deut. 32:6, Sálm. 103:13, JeS-
1:2, 30:1, Jer. 3:22, (Deutero-) JeS-
63:16, 64:7, Hós. 11:1, Mal. 3:17, Speki
Sal. 2:16, 18, Sír. 4:10.)
Slík niðurstaða væri bæði hvatvísleg
og röng, því að í fyrsta lagi verðamenn
að gera sér Ijóst, að ekki áttu allir
menn hlutdeild í því sambandi, senn
Jesús ræddi um, jafnvel ekki allir Gyð-
ingar, heldur var það sérréttindi læri-
sveinanna einna. Að undanteknu einu
vafasömu atriði úr Fjallræðunni* eru
öll ummæli Jesú varðandi þetta sarn-
band töluð til lærisveina hans. Hvergi
er gefið í skyn, að allir menn séu synit
Guðs að líkamsfæðing eða vegna þess
eins, að hann er skapari þeirra.
Önnur mikilvæg staðreynd er það,
að engin ummæli hafa geymzt, sem
bendi til, að Jesús tengi sig lærisvein-
unum á þann hátt, að þeir gætu alNr
sameiginlega talað um ,,föður“ sinn-
Orðfærið í Mt. 6:9 er ætlað lærisvein-
‘Vafasömu að því er varðar sögusvið þess, Þ-e-
hvort það er talað einungis til lærisveinanna
eða til lýðsins alls. Ath. ber, að enda þótt Fjall'
ræðan sé haldin f viðurvist mannfjöldans (Ml-
5:1, 7:28), bendir innihaldið til þess, að kenn-
ingar hennar séu ætlaðar lærisveinunum eða
væntanlegum lærisveinum (sjá Mt. 5:1 b, Lk-
6:20).
72