Kirkjuritið - 01.09.1975, Page 7

Kirkjuritið - 01.09.1975, Page 7
Kristilegi Þjóðarflokkurinn Einn hinna mörgu Norðmanna, sem gistu ísland vegna norræna kristilega stúdentamótsins, er frú Ragnhild Solli, en maður hennar, Einar Solli, er aðalframkvæmdastjóri hins kristilega stúdentafélags í Noregi. Þau hjónin stýrðu umræðuhópi um kristið heimili og kristið barnauppeldi á mótinu. Ragnhild er kennari að mennt, en hefur hin síðari ár snúið sér að stjórnmálum. Hún hefur átt sæti í borgarstjórn og fræðsluráði Oslóborgar undanfarin ár, frá 1971, og á síðasta flokksþingi Kristilega þjóðarflokksins var hún kjörin vara- formaður flokksins. Einar og Ragnhild Solli eiga sex börn á aldrinum 6 til 21 árs og þekkja því vel vandamál heimilislífsins. Þess má 9eta að yngsta barn þeirra er vanþroskað frá fæðingu. íslenzkir lesendur kynnu að hafa áhuga á að heyra skoðanir þessarar merku konu á ýmsum málum. ~~ Hvers vegna var kristilegi þjóðar- ^okkurinn stofnaður? "7 Vegna Þess að kristnum mönnum Þóttu þeir flokkar, sem fyrir voru ekki bera hin kristnu verðmæti fyrir brjósti °9 fannst að þeim tækist ekki að k°ma fram kristnum hugsjónum með ^östoð hinna gömlu flokka. Þeir sáu bví að lokum enga aðra leið en að st°fna sérstakan flokk, sem átti tilveru- rett sinn vegna hinna kristnu verð- [nasta. Þetta varð árið 1933 í Vestur- Noregj. til eftir síðasta stríð mun flokk- Ur'nn hafa verið litill þrátt fyrir það að ^iog margir Norðmenn eru kristnir. Ver er skýringin á þvi? ijós Mörgum kristnum mönnum var ekki nauðsyn á kristnum áhrifum. — var eðlileg afleiðing af vexti flokksins. Stjórnmál voru svo veraldleg. Kristnir menn höfðu áður dreift sér á hina flokkana og enn eru mjög margir kristnir menn félagar í þeim. Ég tel að eitt af því góða, sem Kristilegi þjóðar- flokkurinn hefur komið til vegar sé að hinir flokkarnir hafa í auknum mæli sett kristna menn í ábyrgðarstöður og einnig lagt ríkari áherslu á mál er varða lífsskoðun. Baráttan um kristin grundvallaratriði hefur oft harðnað og kallað á virkari afstöðu kristinna manna. — Hver eru þau mál, sem flokkurinn hefur lagt mesta áherslu á? — Frá upphafi lagði flokkurinn mesta áherslu á menningarmál og skólamál. Það er fyrst hin síðari ár, sem við höfum snúið okkur að fjármálum. Þetta 165

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.