Kirkjuritið - 01.09.1975, Side 11

Kirkjuritið - 01.09.1975, Side 11
SÍRA SIGMAR I. TORFASON, prófastur: Skeggjastaðakirkja Umboðsmaður Kirkjurits var á ferð ó Austurlandi ekki alls fyrir löngu og kom þó að Skeggjastöðum i Bakkafirði. Þar situr, sem kunnugt er, prófastur Norðmýlinga, síra Sigmar TorFason, — í því prestakalli, sem Iengst af hefur verið í mestum fjarska fró höFuðbólum íslenzkrar kristni. Hefur hann verið hjörð sinni trúr um þrjó tugi óra. Á Skeggjastöðum er ein hinna elztu og merkilegustu kirkna á íslandi, gœdd reisn og virðu- leik, enda er hún ekki munðarlaus. Hitt vita líklega fœrri, að á Skeggja- stöðum er nokkuð fógœtt frœðasetur. Er þar fyrst að telja, að prófasts- frúin heldur barnaskóla sveitarinnar þar heima ó vetrum. En ekki er þar oieð sögð sagan, heldur iðkar prófasfur vísindastörf í sagnfrœði og oiannfrœði meðal bóka margra. Til þess hefur hann aflað sér þeirra tœkja, sem að jafnaði finnast aðeins í háskólum og öðrum vísindastofn- Ur>um. Með þeim getur hann t. d. lesið á örsmáar filmur, sem komnar eru frá mormónum fyrir vestan haf. Síra Sigmar er m. a. að viða að sér ýmsum fróðleik um Skeggjastaði °9 Skeggjastaðakirkju. Hefur hann góðfúslega heitið því að láta nokkra ffóðleiksmola þar af hendi rakna til Kirkjuritsins. ^e9gjastaðasókn í Múlaprófastsdæmi r yfir Skeggjastaðahrepp, nyrztu ®Veit Austfirðingafjórðungs. Sú byggð ndist einnig Langanesstrandir eða f an9anesströnd, líklega vegna þess að I rrum var mestur hluti Langaness an Skeggjastaðahrepps og var eigi fullu tekinn undan fyr en um 1841, svo nefndur Austurhreppur (hluti e99jastaðahrepps) var lagður til Sauðanesshrepps. Bæirnir í Austur- hreppi töldust í Skeggjastaðapresta- kalli a. m. k. fram á 17. öld og sagnir fornar eru um tvær útkirkjur þar, aðra á Skálum, hina á Fagranesi, en skráð- ar heimildir um prestakallið nefna þar aðeins eina sókn, Skeggjastaðasókn. Frá öndverðu hefir sóknarkirkja og prestssetur verið á Skeggjastöðum. Kirkja sú, er nú stendur þar, er elzt 169

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.