Kirkjuritið - 01.09.1975, Side 19

Kirkjuritið - 01.09.1975, Side 19
inn, hvörs vegna boðar eru ekki eigin- lega nema við landið. Þó mætti máske nefna þessa: a) Kötulnesboða, skammt fyrir utan Höfn. b) Lönguboða neðan Skeggjastaði og c) Bökuboða út af Þorvaldsstöðum. En meðal skerja þessi: a) Dritsker, skammt frá landi norðan Viðvík. a) Róðrarstapi undir Viðvíkurbjörgum og c) Stapa undir Skeggjastaðarklifum. 19. Straumvötn. Af rennandi vötn- um eða ám vil eg hér telja: 1) Fossá, sem er lítil spræna á tak- mörkum sóknarinnar að norðan, rennur móti austri og steypist með beinum fossi fram af bjargi í sjó. 2) Geysirófa, hefir upptök sín úr svo nefndum Skörðum og Vatnadal, ogsvo smáá, rennur móti austri í krókum í Finnafjörð norðan verð- an. 3) Finnafjarðará, kemur að nokkru leyti úr Krókavatni í Fellsheiði og kallast þá Krókavatnsá, (og) að nokkru leyti framan af Hallgils- staðaheiði sunnanverðri. Þetta er í raun réttri lítil á með grjótfarvegi, en verður þó illreið í vatnavöxtum. Vöð eru á henni á Hallgilsstaða- heiðarvegi og við sæ, bæði óhætt, þegar áin er ekki í því meiri vexti, fellur í Finnafjarðarbotn. 4) Saurbæjará kemur úr Saurbæjar- vatni þar í heiðinni og rennur á móti hafi við Saurbæ í Finnafjörð. Þetta er ogsvo smáá með grjót- farvegi og vöðum nærri hvar sem vlll, nema í vatna og rigningar- vöxtum. ®) Kverká, sprettur upp norðan undir áður nefndum Arnarfjöllum og fell- ur móti norðaustri I Miðfjarðará á milli Miðfjarðarnessels og Kverk- ártungu. Þessi á fellur þegar ofan eftir dregur I djúpu gili og er þess vegna ill yfirferðar, en er til lukku framan allan alfaraveg. 6) Miðfjarðará er hið stærsta vatns- fall I sveitinni og fellur alveg móti hafi í Miðfjarðarbotn. Hún dregst saman úr áður nefndri Kverká og mörgum lækjum úr heiðinni að austan og vestan, en hefir sín eig- inlegu upptök í Vopnafjarðaraf- réttum, hvört pláss kallast Mið- fjarðarárdrög. Hún rennur víðast út undir byggð í djúpu gili, en ekki eiginlega gljúfrum. Þó eru í henni fossar tveir. Heitir annar Sniðfoss, en annar Fálkafoss. Báðir eru þeir sagðir beinir. Undan Miðfjarðar- nesseli og þar fyrir utan eru á henni nokkur vöð, á hvörjum hún er meira eða minna ströng og grýtt. Hún er oft óreið mikinn part sumars, hvörs vegna lögferja er á henni undan Miðfirði. 7) Hölkná kemur norðan undir Há- gang úr svo nefndum Hölknárlón- um, sem eru f rauninni nokkrar ó- merkilegar smátjarnir. Hún fellur hér um bil beint út til sjávar — sumstaðar í nokkrum gljúfrum — á milli Miðfjarðar og Djúpalækjar. Á henni eru nokkur vöð, af hvörj- um svo nefnt Rauðhólavað er al- gengast, sem er óhætt, nema þeg- ar hún er í vexti, þá er betra vað nokkru neðar. 8) Djúpilækur neðan bæinn, sem af honum tekur nafn, kemur þar ofan úr heiðinni og verður næstum óreiður í vatnavöxtum. 9) Staðará, sprettur upp norðan undir 177

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.