Kirkjuritið - 01.09.1975, Page 26

Kirkjuritið - 01.09.1975, Page 26
Skeggjastaðakirkja að innan. aðeins tveir menn. 58. Skemmtanir. Þar menn virðast hér lítið upplagðir til skemmtunar þumbast hvör helzt við verk sitt, en sé nokkuð [ því tilliti brúkað þá er það helzt fornaldar sögur og rímur. 59. —60. Skriftarkunnátta. Hér í sveitinni eru aðeins ellefu manneskjur, sem skrifandi geta heitið. Þar alltsvo allur þorri fólksins á öllum aldri er óskrifandi, virðist óþarfi að tilgreina hér aldur og kyn þeirra hvörs fyrir sig. 61. SiSferði. Siðferði fólks má hér yfir höfuð heita ólastandi, því þar and- leg deyfð og framtaksleysi virðist vera drottnandi í hugskotunum — hvað eð máske ekki sízt orsakast af þeim nið- urþrykkjandi útvortis kringumstæðum, sem fólk oftast lifir hér í — þá ber venjulega hvörki mikið á stórum löst- um eða mannkostum. En að hve miklu leyti siðferðinu fari aftur eða fram, get ég vegna ókunnugleika ekki um dæmt. 62. Trúrækni. Þar andleg deyfð sem sagt virðist að vera ríkjandi [ hugskot- unum, þá er fólk hér yfirhöfuð ekki mikið gefið fyrir upplýsingu. Það helduf einkum við sína gömlu trú og gömlu bækur, sem — eins og allir vita — ' trúarefnum eru yfirhöfuð mikið hreinar og frómar, en hér af flýtur þá líka, að það er allt of mjög fastheldið við ýmsa hleypidóma og hjátrú, sem það hefir inndrukkið með móðurmjólkinni. Mét finnst því af þessu nokkurn veginf 184

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.