Kirkjuritið - 01.09.1975, Síða 29
H. TIELICKE:
Dæmisagan af
faríseanum
og tollheimtu-
manninum
Lúk. 18:9—14
^aður veigrar sér næstum við að
le99ja hér orð í belg. Er nokkru við
bæta? Þessi dæmisaga lætur svo
kunnuglega í eyrum í einfaldleik sín-
Urn- Við þekkjum hana allt frá barn-
®sku. Og þurfum við hinir eldri að
Vera að velta vöngum yfir því sem
jafnvel barnið skilur? Ættum við ekki
e|dur að leyfa þessari dæmisögu að
atanda ósnertri í stórbrotnum einfald-
e'k sínum. Það nægir að hlýða á hana
virðingu, eins og gamlan kunn-
'n9ja, sem við þekktum börn. Enda
efur hún einskis í misst, þótt árin
afl færst yfir okkur og efasemdun-
Urn fjölgað. Hún er sígild í glæsileika.
L’ff sést okkur þó yfir hina raunveru-
e9u merkingu þeirra hluta, sem við
þekkjum best. Það er eins og við
þekkjum þá of vel. Og þetta á einmitt
heima um þessa dæmisögu.
Mennirnir tveir hafa fyrir löngu tek-
ið á sig næsta fastmótaðar myndir í
huga okkar. Myndin, sem Jesús dreg-
ur upp af þeim, hefur löngu gliðnað
sundur, leystst upp. Við höfum vanist
að telja annan hvítan — hinn svartan.
Hefði faríseinn verið hégómagjarn
spjátrungur, sjálfhælinn gortari og full-
ur af rembingi, þá væri dæmisagan
harla hversdagsleg. En það er nú ein-
mitt þetta, sem faríseinn er ekki.
Og sé tollheimtumaðurinn eins auð-
mjúkur og iðrandi og við hugsum okk-
ur hann, þá myndi dæmisagan á sama
hátt skýra sig sjálf. En tollheimtumað-
urinn var alls ekki þannig. Hann var
þvert á móti hörkutól, hafði gengið í
187