Kirkjuritið - 01.09.1975, Side 32

Kirkjuritið - 01.09.1975, Side 32
Ég er meS þessum orðum ekki einasta að fella dóm yfir sjálfum okk- ur sem kristnum söfnuði. Ég hefi orð á þessu, umfram allt vegna þess, að ég vil benda á grundvallarsannindi í sam- bandi við trú okkar. Það, sem ég á við er þetta: Það er ekki komiö undir ein- hverjum eiginleikum okkar, t. d. hvort við erum auðmjúk á ytra borði eða ekki, eða hvort við erum óraunsæ eða raunsæ, — það er ekki komið undir neinu af þessu, hvort við teljumst toll- heimtumenn eða farísear, hvort Guð elskar okkur eða hafnar okkur. Allt, sem við hugsum og gerum, getur djöf- ullinn nefnilega fært sér í nyt; jafnvel helgustu hugsanir okkar og verk geta orðið málstað hans til framdráttar. Það er hægt að nota fyrirgefningu Guðs sem yfirvarp illskunnar. Tökum til dæmis guðfræðinginn (hví skyldi ég hlífa minni eigin stétt?). Hann getur verið harðsvíraður farísei, sem hefur fyllilega á valdi sínu kórrétta kenningu um réttlætinguna af trú og náð, og ver hana af ofstækisfullum hroka og grimmdarlegum rétttrúnaði. Og hann getur prédikað mönnum boðskapinn um elsku Guðs á þann hátt, að ails staðar skíni í gegn fyrirlitning á þeim, sem skilja þetta ekki eða þá aðeins til hálfs. Þessi sýki er meira að segja mjög útbreidd meðal guofræðinga og presta. Þegar við fjöllum um kærleika Guðs, þá erum við allt of oft vond auglýsing fyrir kristindóminn, vegna þess hve vissir við erum í okkar sök, kenningarfastir og þrætugjarnir. Verum því varkár og höfum vakandi auga með trúarlífi okkar. Engin synda- játning er trygging gegn hrokanum. Jafnvel mesta auðmýkt getur orðið djöflinum að skotmarki. Oft er hún einmitt það hreiður, sem hann verpit í gaukseggjum drambseminnar. Og Og það hlakkar í honum, þegar hinir trúuðu klekja þeim út. Við stöndum því andspænis þessari spurningu: í hverju er munurinn á þessum tveimur mönnum fólginn, dýpst skoðað? Við höfum séð, að tollheimtu- maðurinn getur verið hrokafullur og faríseinn auðmjúkur. Hver er munur- inn, úr því drottinn getur gist hinn guðlausa og djöfullinn dvalið hjá hin- um fróma? Lítum því ögn nánar á dæmisöguna. Fyrst kemur í Ijós, að mennirnir tveir eiga ýmislegt sameiginlegt. Báðir koma fram fyrir Guð. Þeir óska samfélags við hann. Þeir ganga báðir í musterið. Þeir leita ekki Guðs aðeins úti í náttúrunni. Þeir, sem slíkt gjöra, eru einungis á höttunum eftir trúarlegd sælukennd; þeir vilja ekki taka neinum breytingum sjálfir, heldur halda áfram að vera eins og þeir eru. Þessi nátt' úruguð gerir þeim ekkert. Hann dæm- ir þá ekki. Hann leggur ekki fyrir Þa boð sín og fyrirmæli. Þeir þurfa ekk' að deyja, hans vegna. Þeir mega bara njóta hans. í upphafinni tign sinm. er náttúruguðinn okkur með öllu fjar' lægur, hann er langt fyrir utan og ofah okkar hversdagslega einkalíf. En mennirnir tveir í dærnisögunm láta sér ekki slíka guðsdýrkun nægj3, Þeir nálgast hinn lifandi Guð í helg1' dómi hans. Þeir vilja beygja kné sín 1 návist hans, lúta vilja hans, hlýða hom um. Þeir hika ekki við að taka afstöðm Þeir skipa sér glaðir undir merki GuðS’ Það eitt er ekki svo lítið. Framkoma þeirra sýnir, að þeim el 190

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.