Kirkjuritið - 01.09.1975, Blaðsíða 39
SÍRA JÓN E. EINARSSON,
Saurbæ á Hvalfjarðarströnd:
Nokkrir pættir
um lagalega stöðu
íslenzku
þjóðkirkjunnar
’■ Inngangur.
Varðar mest til allra orða,
undirstaðan sé réttleg fundin.
þegar rætt er um starfshætti kirkjunn-
ar’ hljótum við fyrst að leiða hugann
a® undirstöðunni, grundvellinum, sem
starf kirkjunnar rís og byggist á. Við
Vei'ðum ávallt að hafa það hugfast, að
ar|nan grundvöll getur enginn lagt en
hann, sem lagður er, sem er Jesús
ristur. Á þeim grundvelli rís kirkjan.
ar Þiggur hún líf sitt, næringu sína
°9 vaxtarmátt. Þar er undirstaða allra
starfshátta hennar og boðunar. Tím-
arnir breytast og kalla á nýja starfs-
*“!, sem fullnægja þörfum samtím-
ans hverju sinni. En grundvöllurinn
breytist ekki. Hann er hinn sami í gær
og í dag og um aldir.
Um þetta eru væntanlega allir sam-
mála, en um hitt kunna að vera skiptar
skoðanir, hvernig byggja á ofan á
grundvöllinn, bæði kenningarlega og
skipulagslega, svo að kirkjan megi
gegna því hlutverki í þjóðfélagi nútím-
ans, sem Kristur ætlar henni og gefur
henni líf og mátt til.
Sarfsháttanefnd Þjóðkirkjunnar mun
ekki marka neina stefnu um það, hver
sé réttur kenningargrundvöllur kirkj-
unnar og hver ekki, enda er slíkt ekki
á hennar valdi. Nefndin gengur að
sjálfsögðu út frá því, að starf hinnar
evangelisku lúthersku þjóðkirkju á ís-
landi sé grundvallað á Jesú Kristi og
starfsmenn hennar stefni allir að einu
197