Kirkjuritið - 01.09.1975, Side 41

Kirkjuritið - 01.09.1975, Side 41
ir, er ekki fjallað um í stjórnarskránni. Orðin taka til kenninga kirkjunnar. Og mun ríkisvaldið að sjálfsögðu ætla innri stjórn kirkjunnar ákvörðun um það, hvað orðin merkja og hvernig þau skuli túlkuð. Svo sem kunnugt er, verða margir embættismenn, þar á meðal alþingis- menn og ráðherrar, að vinna eið að stjórnarskránni, og þá einnig að þeim ákvæðum hennar, er taka til Þjóðkirkj- unnar. Ljóst er því, að þeir menn, sem fara með framkvæmdavaldið og lög- Qjafarvaldið í landinu, hafa unnið að Því eið og lagt þar við drengskap sinn að styðja og vernda íslenzku Þjóð- kirkjuna. III- Nokkur lög og tilskipanir um kirkjumál. þegar litið er yfir lagabálkinn um kirkjumál, kemur í Ijós, að mörg gild- andi lög og tilskipanir, er varða ís- lenzku Þjóðkirkjuna og starfsmenn hennar, eru mjög komin til aldurs og falla ekki að þörfum kirkjunnar í sam- tíðinni. Endurnýjun margra laga og að- hæfing þeirra að breyttum aðstæðum °9 starfi kirkjunnar í samfélagi nútím- ans er því tímabær, jafnvel knýjandi nauðsyn. Þó að Starfsháttanefnd hafi reynt gera sér grein fyrir lagalegri stöðu ÞJóðkirkjunnar í heild sinni, þá gefst Þer ekki tóm til að víkja að nema fá- einum þáttum þeirra mála, og verða j3eii' þættir að mestu raktir í réttri tíma- reð, en þó tekið tillit til tengsla þeirra °9 skyldleika. 1 • Tvö ákvæði eru enn í gildi úr „Kristnirétti Árna biskups Þorláksson- ar“ frá 1275. Fjallar annað um það, að landeiganda sé skylt að láta gera kirkju á bæ sínum, „hverr sem fyrr lét gera.“ Ákvæði þetta er úrelt, en leiðir hins vegar hugann að því, hvort ekki þurfi að setja skýr lagaákvæði um kirkju- byggingar og skyldur ríkisins þar að lútandi. Þá kemur til álita, hvort Þjóð- kirkjan þarf ekki að hafa í þjónustu sinni mann, sem hlotið hefur sér- menntun í kirkjulegri list eða kirkju- arkitektúr. Er þá haft í huga, að kirkju- húsið verður að lúta ákveðnum trúar- legum og listrænum lögmálum. Og koma verður í veg fyrir mistök og fár- ánleika í sambandi við byggingu kirkna. Hitt ákvæði Kristniréttar Árna bisk- ups, sem í gildi er, fjallar um vígslu kirkna. Nauðsynlegt er að hafa slíkt ákvæði í lögum, en þessi grein þarf endurnýjunar og aðhæfingar við, sem ekki er að furða eftir 700 ár. Nokkuð virðist vera óljóst, hvenær á að vígja kirkju, sem verulega endur- nýjun hefur hlotið. Er jafnvel ekki fyrir það að synja, að ósamkvæmni gæti í þeim efnum innan Þjóðkirkjunnar á okkar dögum. 2. í lögum og tilskipunum er víða talað um kirkjueignir. Og verður nú nokkuð um þær fjallað: a) Frá 5. apríl árið 1749 er konungs- bréf, sem enn er í gildi og fjallar um löggildingu á máldagabók Gísla biskups Jónssonar. Bréf þetta kynni að hafa þýðingu, að því er tekur til kirkjueigna og réttinda kirkna. Svo er ef til vill einnig með 199

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.