Kirkjuritið - 01.09.1975, Qupperneq 42

Kirkjuritið - 01.09.1975, Qupperneq 42
fleiri máldaga, t. d. Vilchinsmála- daga, sem vitnað er til í þessu bréfi. b) Frá 30. júní 1786 er „Konungsbréf um sölu kirkjueigna.“ Þar er m. a. kveðið svo á, að ekki megi „skilja eignirnar frá kirkjunum eða rýra þær á annan hátt.“ Hér er um að ræða þýðingarmikið ákvæði, sem því miður hefur ekki verið virt í reynd. c) Frá 24. júlí 1789 er „tilskipun um ráðstafanir til viðurhalds á eignum kirkna og prestakalla á íslandi og því, sem þeim fylgir." Tilskipunin fjallar um þá skyldu prófastanna að hafa eftirlit með því, að „kirkjum og prestssetrum sé haldið í tilhlýðilegu standi“. Einnig er fjallað um úttektir á kirkjum og prestssetrum og hlutverk og skyld- ur prófastanna þar að lútandi. Eftir ákvæðum þessum er enn farið, þegar prestaskipti verða, en þau þarf að endurskoða og aðlaga nýjum tíma. d) í sambandi við þetta mál skal þess getið, að í lögum nr. 46 frá 1907, um laun sóknarpresta, greiðslur fyrir aukaverk, svo og ábúðarrétt presta á prestssetrum og arð þeirra af ítökum, er að finna ákvæði þess efnis, að hreppstjórum skuli falin „umsjón yfir öllum þeim kirkjueign- um, er liggja í hreppi hans, að und- anskildum prestssetrum." Ekki er til þess vitað, að ákvæði þessi séu virk í reynd í samtíðinni. En hitt skal undirstrikað, að hér eins og víða annars staðar kveða lög svo á, að jarðir, sem tilheyrt hafa kirkj- unni, séu kirkjueignir. e) Hér skal einnig vikið að lögum nr. 13 frá 15. febrúar 1956 „um kirkju- ítök og sölu þeirra.“ Samkvæmt lögum þessum er heimilt að selja landssvæði og ítök, sem kirkjur eiga, en andvirðið skal þó ávallt renna til þeirrar kirkju, sem eighin tilheyrði. Eftir að lög þessi tóku gildi, munu ýmsar eignir kirkna hafa verið seld- ar fyrir lítið verð. Og eru þeir fjár- munir margfalt minna virði í dag, þrátt fyrir vexti og vaxtavexti, held- ur en fást mundi nú fyrir viðkom- andi eign eða ítak, sem kirkjur hafa átt. Á það ber því að leggja ríka áherzlu, að kirkjunnar menn séu vel á verði í þessum efnum og láti ekki eignir kirkjunnar undan henni ganga. f) Eins og mönnum er kunnugt, er hugtakið „kirkjueign" mjög óljóst nú á dögum. Hugtakið tekur þó til réttarstöðu kirkjunnar, réttar henn- ar og valds til að eiga, njóta og ávaxta ákveðnar eignir, án íhlutunar eða valdbeitingar ríkisins. Þetta er þó mjög umdeilt. Þær skoðanir eru uppi, að kirkjan eigi ekki neitt, ríkið hafi yfirtekið allar hennar eignir. Ábyrgur aðili í Dóms- og kirkju- málaráðuneytinu hefur látið uppi þá skoðun, að „juridiskt" séð sé kirkj- an enginn eignaraðili í þessu landi, og þess vegna geti framkvæmda- valdið og löggjafarvaldið ráðstafað að eigin geðþótta þeim eignum, sem undir kirkjuna hafa heyrt. Á síðustu árum hefur það gerzt, að framkvæmdavaldið hefur gefið eignir undan kirkjum og prestssetr- um, jafnvel án þess að leita til þess lagaheimildar, fyrr en ef til viN 200
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.