Kirkjuritið - 01.09.1975, Page 45
athugunar og endurnýjunar við.
„Lög um kirkju- og manntalsbækur
(sálnaregistur)" eru lög nr. 3 frá 12.
januar 1945. Lög þessi kveða á um
skyldur sóknarpresta til að „færa
kirkjubók (mínisteríalbók) og mann-
talsbók (sálnaregistur) fyrir allt presta-
kalliS. Auk þess skulu sóknarnefndar-
formenn í hverri sókn færa slíkar bæk-
ar, að því er til sóknarinnar tekur og
Qeyma þeirra.“ Þetta síðast talda atr-
iði um hlutverk sóknarnefndarfor-
aianns í sambandi við færslu kirkju-
bóka mun ekki vera virt, og eru kirkju-
baskur að jafnaði ekki færðar í tvíriti.
^tti þess og að vera minni þörf nú,
Þegar allar upplýsingar, sem þær
9eyma, eru sendar annað hvort Hag-
stofu eða Biskupsstofu.
Samkvæmt lögum þessum skal
kirkjustjórn sjá um, „að ávallt sé kost-
Ur á hentugum kirkju- og manntalsbók-
UlT>“, og skal hún ákveða form þeirra.
Form kirkjubóka þarf örugglega
endurskoðunar og athugunar við. Svo
er einnig með skýrsluform og skýrslu-
söfnun kirkjunnar yfirleitt. Starfshátta-
nefnd hefur gert ráðstafanir til að fá
Sendar upplýsingar um skýrsluform
Presta og kirkna frá hinum Norður-
löndunum.
þá skal þess getið hér, að fyrir
n°kkrum árum var skipuð nefnd
þr'ggja presta til að athuga þessi mál.
Ekki er fullkunnugt um störf og tillögur
Peirrar nefndar, en þess er að vænta,
hún skili senn áliti.
Naest skal vikið stuttlega að lögum
nr- 36 frá 16. nóvember 1907. En það
f"ru lög ,,um skipun sóknarnefnda og
héraðsnefnda.”
Mörg ákvæði þessara laga eru enn
þá virk í reynd. Svo er til dæmis um
kosningu safnaðarfulitrúa og sóknar-
nefnda og um skyldur þeirra. Lögin
þurfa hins vegar athugunar og endur-
nýjunar við, enda brýnt að slíkum lög-
um sé sniðinn sá búningur, er feliur
að þörfum kirkjunnar á hverri tíð. Ó-
eðlilegt virðist, að sóknarnefndir séu
kosnar til sex ára. Þá mættu sóknar-
nefndir gjarnan hafa meira aðhald en
nú er. Til álita kemur að setja þeim
erindisbréf, ekki síður en skólanefnd-
um. Nauðsynlega vantar fræðslu og
leiðbeiningar fyrir sóknarnefndir, safn-
aðarfulltrúa og meðhjálpara. Eðlilegt
sýnist að koma á fót námskeiðum fyrir
þessa starísmenn kirkjunnar, t. d. inn-
an hvers prófastsdæmis. Samkvæmt 7.
grein þessara laga skal sóknarnefnd
„stuðla til þess, að guðsþjónusta
safnaðarins fari sómasamlega fram,
vera prestinum til aðstoðar í því að
viðhalda og efla góða reglu og sið-
semi í söfnuðinum, styðja með honum
kristindómsfræðslu ungmenna og vera
honum samhent um að halda uppi
samiyndi og friðsemi á heimilunum og
meðal allra í söfnuðinum.“ Eigi sókn-
arnefnd að geta sinnt þessu hlutverki
að einhverju marki, hlýtur hún að þurfa
til þess leiðbeiningar. Yfirleitt munu
sóknarnefndir ekki geta rækt þetta
starf, enda misjafnlega vel til þess
fallnar.
17.—20. grein téðra laga fjalla um
héraðsfundi, hlutverk þeirra, skyldur
prófasta þar að lútandi og fleira.
Stöðu, hlutverk og völd héraðs-
funda þarf að afmarka nánar en nú
er. Þeir þurfa að vera virkt og lifandi
203