Kirkjuritið - 01.09.1975, Qupperneq 51
Stjórn sjóðsins tekur ákvarðanir um
veitingu lána úr sjóðnum. Stjórnin er
undir forystu biskups, en auk hans
skipa stjórnina tveir menn, er kosnir
skulu af Synodus til þriggja ára í senn.
Lögin um kirkjubyggingarsjóð voru
mikil réttarbót fyrir Þjóðkirkjuna, en
fullnægja þó hvergi þörfum hennar í
Þessum efnum í dag. Og er þar eink-
um um að kenna tregðu og naumlæti
nkisvaldsins. Ríkisvaldið verður að
efla þennan sjóð og auka stórlega
stuðning við kirkjubyggingar í landinu,
enda er það einn þátturinn í því að
halda ákvæði stjórnarskrárinnar um að
styðja og vernda Þjóðkirkjuna.
12. Mun ég nú gera nokkra grein fyrir
lögum ,,um kirkjuþing og kirkjuráð ís-
lenzku Þjóðkirkjunnar." Það eru lög
nr- 43 frá 3. júní 1957. En áður en ég
v'k að sjálfum lögunum, þykir mér rétt
aö gera lítillega grein íyrir forsögu
Þeirra.
Kirkjumálanefnd, sem starfaði á
fyrstu árum þessarar aldar, — mun
hafa verið skipuð 1904, — samdi frum-
Varp til laga um stofnun kirkjuþings,
en ráðherra íslands sá sér ekki fært
leggja það fyrir Alþingi. Samkvæmt
frumvarpi þessu var gert ráð fyrir því,
aÖ sett yrði á stofn kirkjuþing, skipað
24 mönnum, og skyldi það koma sam-
an Þriðja hvert ár.
h’á ber að geta þess, að árið 1931
yoru sett lög um kirkjuráð. Voru þau
lög undanfari þeirra laga, sem hér er
Urn fjallað, og mikil réttarbót á sínum
fíma. i þessum lögum sagði meðal
annars svo: „Verkefni kirkjuráðs er að
Vlnna að eflingu íslenzkrar kristni og
styðja að trúar- og menningaráhrifum
Þjóðkirkjunnar með því að:
a) íhuga og gera ályktanir um þau
mál, sem varða Þjóðkirkjuna í heild
sinni og einstaka söfnuði hennar.
b) Stuðla að frjálsri starfsemi til efl-
ingar kristnilífi þjóðarinnar, mann-
úðar- og líknarstarfsemi.
Þá vek ég athygli á einum þýðingar-
miklum þætti, sem er í þessum lögum
varðandi vald kirkjuráðs. Þar sagði:
Kirkjuráð hefur ,,rétt til að kjósa einn
mann til að taka þátt í stjórn kirkju-
legrar starfsemi í sambandi við út-
varp.“ Hér var um mjög mikilvægt og
stefnumarkandi ákvæði að ræða, sem
kirkjan hefur því miður misst niður og
ekki er að finna í núgildandi lögum.
í greinargerð með frumvarpinu um
kirkjuráð frá 1931 segir m. a.: ,,Því
hefur einatt verið kastað fram, að kirkj-
an fylgist ekki með þróun þjóðlífsins
sem skyldi. Mjög mikill hluti starfs
hennar yrði því vegna úreltra starfs-
hátta og skipulags að minna gagni en
vænta mætti og að kirkjan sé áhuga-
lítil í aðalstarfi sínu í að styrkja og
þroska trúar- og siðferðislíf þjóðarinn-
ar. Orsök þessa er m. a. talin liggja í
starfsháttum hennar og skipulagi.
Engin stofnun þolir að standa í
stað, að því er kemur til starfshátta og
skipulags.
Það, sem slíkt kirkjuráð ætti að geta
komið til leiðar og stutt að, verður
einkum:
1) Að kirkjuleg löggjöf væri betur
undirbúin og athuguð.
2) Að sameina starfsáhugann innan
kirkjunnar.
3) Að leikmenn fengju betra tækifæri
209