Kirkjuritið - 01.09.1975, Page 54

Kirkjuritið - 01.09.1975, Page 54
að vænta, að mál þetta megi vekja menn til íhugunar og umræðna og ef til vill einhverra viðbragða, að það megi varpa nokkru Ijósi á það, hvar kirkjan stendur í þessum efnum og hverra breytinga er þörf til að auð- velda henni að gegna sem bezt þýð- ingarmiklu hlutverki sínu í samfélagi nútímans. í upphafi þessa máls minnti ég á grundvöllinn eina, sem allt líf og þjón- usta kirkjunnar rís og byggist á. í lok ræðu minnar vil ég vitna til orða Post- ulasögunnar, þar sem segir: ,,Þeir tólf kölluðu lærisveinahópinn saman og sögðu: Ekki hæfir, að vér yfirgefum Guðs orð til að þjóna fyrir borðum. Komið því bræður, auga á sjö vel- kynnta menn í yðar hópi, sem fullir eru af anda og vizku, og munum vér setja þá yfir þetta starf, en vér mun- um halda oss stöðugt að bæninni og þjónustu orðsins.” í þessum orðum er talað um tvo höfuðþættina í starfsháttum kirkjunnar hjá hinum fyrsta söfnuði kristinna manna. i öðrum þættinum er talað um þjónustu orðsins og bænarinnar, í hinum um hina veraldlegri þjónustu, þjónustu borðsins, ef svo má að orði komast. Þetta eru enn í dag frumþætt- irnir í starfsháttum kirkjunnar. Þjón- usta orðsins tekur til guðsþjónustunn- ar, helgihaldsins, bænarinnar, kirkju- legra athafna og allra samfunda mannsins við Guð sinn og frelsara. Þessi þáttur tekur einnig til uppeldis- mála, kristinnar mótunar og fræðslu, fermingarundirbúnings, kristinna funda og samkomuhalds kristinnar ábyrgðar og siðgæðis, sálusorgunar o. fl. Þjónusta borðsins tekur til hins ytra skipulags kirkjunnar sem stofnunar innan þjóðar og ríkis, til uppbygging- ar hennar og fjármögnunar og einnig til hinnar félagslegu þjónustu í samfé- laginu. Enn í dag ber að leggja ríka áherzlu á báða þessa þætti í starfshátt- um kirkjunnar. Kærleikur Guðs verður að fá farveg til mannsins gegnum þjónustu kirkjunnar bæði í orði og í verki. Kirkjan verður að bæta úr mann- legri þörf og neyð og vinna að úrlausn samfélagslegra vandamála. Hún verð- ur ávallt að vera trú grundvelli sínum og uppruna og minnug þess, aðeinner leiðtogi hennar, Drottinn Jesús Krist- ur. En hún verður jafnframt að vera vakandi, víðsýn og opin fyrir breyttum háttum í samfélagi nútímans. Kirkjan þolir ekki að standa í stað, að því er tekur til starfshátta og skipulags, frem- ur en aðrar stofnanir þessarar þjóðar. Kirkjan verður að leitast við að þjóna þannig, að hver kynslóð geti orðið henni samferða, fundið hjá henni grundvöll lífs síns, hjálp sína og ham- ingju og orðið henni samstíga á veg' inum til Guðs. Starfshættir kirkjunnat þurfa að miða að því, að kirkjan megi vaka og þjóna og vera ávallt hin lif' andi, gróandi og sigrandi kirkja. Framsöguræða flutt á prestaste)au i Skálholti á Jónsmessu 1975, 212

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.