Kirkjuritið - 01.09.1975, Page 55

Kirkjuritið - 01.09.1975, Page 55
MINNING Frú Sesselja Sigmundsdóttir forstöðukona Sólheima Prú Sesselja Sigmundsdóttir var fædd júlí 1902, dóttir hjónanna Sig- ^undar Sveinssonar og Kristínar Sím- 0riardóttur. Hún dó á sjúkrahúsi í ^ykjavík 8. nóv. s. I. Á unga aldri vildi hún helga líf sitt ' Þjónustu við kærleika Krists. — Mark- Vls °g máttug hafa orö hans reynst: Sy° framarlega sem þér hafið gjört Þetta einum þessara minna minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það. ^eðal hans minnstu bræðra stóðu ^nni fyrir hugskotssjónum bágstödd °9 bjargarlftiI börn. Hún ákvað að Verja lífi sínu til að líkna börnum og 9erast móðir munaðarleysingja. Efnalítil, eða líklega fremur efnalaus, °9 áreiðanlega án nokkurs styrks af j^mannafé, lagði hún af stað út í eirr>inn, til Evrópulanda, og aflaði sér ^nntunar til uppeldis barna, einkum Va°gefinna barna, og til stjórnar og starfrækslu barnaheimila. ^ar með var hún að brjóta blað í skólasögu þjóðarinnar, er hún gerðist brautryðjandi á algerlega vanræktu sviði uppeldismála, sem fáir höfðu þá gert sér grein fyrir, þegar engin barna- verndarlög voru enn til í landinu. Hún stundaði nám og starfaði á barnaheimilum í Danmörku, Þýzka- landi og Sviss, eignaðist erlendis marga vini, góða og merka, og stofn- aði til samstarfs við hugsjónamenn í þessum löndum. Héldust þau tryggða- bönd æ síðan til ómetanlegs gagns fyrir ævistarf hennar. Árið 1948 kom hún aftur heim að loknu námi, full af eldlegum áhuga og trúartrausti. — Augu hennar voru skyggn á verkefnin stór og brýn, hend- ur hennar mildar en styrktar af stál- vilja, og hún mátti engan tíma missa. En hún stóð með tvær hendur tómar. — Og ekki sáu allir jafnglöggt og hún hina sáru neyð. Skilningur almennings á þessum efnum virtist ekki mikill þá, og úrræðin þó enn minni. 213

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.