Kirkjuritið - 01.09.1975, Page 59

Kirkjuritið - 01.09.1975, Page 59
Vakna þú! Ég gekk um yfirþyrmandi öræfi, og þar var allt svo autt og svalt og dapurt. Á hæð í nokkurri fjarlægð sá ég tré og hljóp þangað fagnandi. Vonin er töfralyf, en oft er hún feig á eyðimörkum, — hríslan var hreggbarin krækla, bar svip af mannlegri eymd, sem staðnæmst hefir í þráa, á algerum flótta. Ég hellti úr mjólkurflösku yfir tréð og sagði: Heil og sæl, fúarengla, minn bróðir á auðninni. Vakna þú, og iðja meðan dagur er, því að kvöldið og nóttin koma og þá getur enginn unnið. Sigur þinn yfir feyskjunni gerist á þeim stað, sem þú valdir þér, þar sem iífsins vatn er víðsfjarri. Hrópa þú, kalla þú, á lífsins vatn; hrópa þú, kalla þú, á vatnið — í iðrun! Á vatnið, sem yfirgaf þig. Hrópaðu á regnið, lífslind himnanna, og hrópaðu á tjörnina bak við ásinn. Hrópaðu bróðir í heimi steinanna, svo að vöndurinn eigi nái ykkur, svo að þið verðið ekki flengdir með hinni mjúku áminningu: rjúpnalaufinu. Farið sneiðingana í giljareitunum, giljareitum aldanna, unz fífilljóminn skín á auðninni. Sigurður Draumland.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.