Kirkjuritið - 01.09.1975, Side 60

Kirkjuritið - 01.09.1975, Side 60
Orðabelgur Stunur og dæsingar Ritstjórar Morgunblaðsins og einhverj- ir fleiri virðast hafa þungar áhyggjur af íslenzku þjóðkirkjunni og framtíð hennar. Hér og hvar eru stunur þeirra og dæsingar komnar á prent. Kirkjan er að einangrast, segja þeir og eiga þá við biskup og prestana, hafa gleymt því með öllu, að kirkjan sé nokkuð annað. Þeir segja, að kirkjusókn fari versnandi, sé raunar engin orðin, vegna þess að prestar kunni ekki að tala tungumál samtíðarinnar, heldur séu að kljást um orð og kreddur, sem litlu máli skipti. Þeir segja, að fólkið þyrpist til miðlanna og jókanna, því að þar fái það þó eitthvað fyrir snúð sinn. Prestum væri nær, telja þeir, að taka höndum saman við þá ágætu menn og berjast gegn vantrúnni og kommún- ismanum í stað þess að vera að sam- þykkja eitthvað á synódum. Nú hafa meira að segja nokkrir virðulegir guðfræðikennarar bæzt í þessa blásturshljómsveit. Orðið, rit félags guðfræðinema, er nýlega út- komið, forvitnilegt sem oft áður, og ber þó frá, hve myndir eru góðar. Þannig eru nokkrar myndir af prófess- orunum hver annarri betri. Mestur hluti ritsins er þáttur um trúmáladeilur, og birtast þar umsagnir og álit sumra kennara guðfræðideildar Háskóla is- lands. Þar að auki er í heftinu ritgerð eftir Jón Sveinbjörnsson, prófessor, um ritskýringu og útleggingu, og er þar að vonum nokkuð vikið að predikun og hæfni íslenzkra presta. Predikaö fyrir ofan garð og neðan Jón Sveinbjörnsson segir m. a., er hann fjallar um afstöðu presta til guðfræðideildar: „Meira að segja hafa margir prestar nærri því hrósað sér af því, að þeir hafi aldrei þurft að fletta upp í gríska Nýja testamentinu, eftif að þeir luku prófi í deildinni.11 Þessa afstöðu til grískunnar teltir prófessorinn sýna „nokkuð almenna afstöðu presta til guðfræðideildarinn- ar sem fræða og undirbúningsstofnun- ar. Jafnframt bendir hann á nauðsyn lifandi sambands guðfræðideildar oQ presta annars vegar og síðan þeirra aðila við söfnuðina og fólkið í landinn hins vegar. í framhaldi af þeirri ábend- ing er síðan vitnað til könnunar á pre' dikunum presta í Linköpingsstifti í Svi- þjóð. Er af þeirri könnun ályktað, að hinir sænsku prestar virðist lítt hafa þekkt áheyrendur sína. Þar næst seg'r orðrétt: „Óneitanlega væri það mjög Þarft verk að kanna afstöðu fólks hér a landi til predikana presta. Ekki svo a skilja, að þannig mætti finna einhverja 218

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.