Kirkjuritið - 01.09.1975, Page 63

Kirkjuritið - 01.09.1975, Page 63
sókn á henni. ÞaS má skýra með ein- földu dæmi: Hver trúir því, að þjóðar- atkvæðagreiðsla gæti skorið úr því, hver predikari sé beztur á íslandi? — i fyrsta lagi er afar ólíklegt, að sá, er hlutskarpastur yrði, stæðist öðrum betur fyrir dómi Guðs. Enn ólíklegra er, að hann hlyti hæstu einkunn fyrir dómstóli guðfræðinga, og þar að auki er með öllu óvíst, að predikun hans reyndist áhrifameiri en annarra við at- hugun. Spurningin um það, hvort predik- anir presta skiljist og boðskapurinn komist til skila, er stór spurning. Það er raunar trúlegt, að allmargar predik- anir fari fyrir ofan garð og neðan hjá áheyrendum. En slíkt telst varla til eýrra tíðinda. Þegar á dögum postul- anna var kristin predikun heimska í eyrum margra, e. t. v. flestra, er heyrðu hana. Daufir og slakir predikarar hafa einnig alltaf verið til, en Drottinn hef- Ur orðið að notast við þá engu að S|ður. Aftur á móti verður því varla aeitað, að áheyrendur kunni að hafa ^eytzt. Trúlega hafa eyru þeirra sljóvgazt til muna á síðasta manns- a,dri- Og orsakirnar eru hverju barni au9Ijósar. Það er meira en hæpið að kenna tungutaki presta eða merking- arsnauðum orðum þar um, en að því skal víkja nokkrum orðum síðar, ef tóm vinnst til að gera fáeinar athuga- semdir við umsagnir annarra guð- fræðikennara. Frá mannlegu sjónarmiði, er predik- un raunar þrotlaus barátta við að fá orðum merkingu í eyrum manna og koma því til skila, er skiptir máli. Það er ósannað mál, að sú barátta hafi tekizt miður hér á landi hin síðustu ár. Fullyrðingar um slíkt eru byggðar á einkamati og tilfinningu einni. Það er a. m. k. eins líklegt, svo að ekki sé meira sagt, að betur sé hlustað á ís- lenzka presta nú en var fyrir nokkrum árum. Tal um einangrun kirkjunnar og predikunarinnar er þess vegna hæpið og iíklegra til að verða óvildarmönn- um kirkjunnar að gagni en henni sjálfri. Hitt stendur óhaggað, að akurinn er ekki blómlegur. Og hið stærsta -mein er hyskni við rannsókn Ritningarinnar, virðingarleysi og sviksemi við hana. Þökk sé Jóni Sveinbjörnssyni, prófess- or, fyrir að vekja athygli á því. G. Ól. Ól.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.