Kirkjuritið - 01.09.1975, Qupperneq 65

Kirkjuritið - 01.09.1975, Qupperneq 65
vonum athygli. Það hefur verið fátítt, að prestastefnur hér á landi gerðu samþykktir um kenningaratriði. Lík- lega munu slíks fá eða engin dæmi allt frá siðbót. Má þetta að vísu heita nokkuð unaarlegt vegna þess, að ís- lenzk prestastétt fer með kennivald í þjóðkirkjunni og ber henni því að sjálfsögðu skylda til að taka opinbera afstöðu til annarlegra kenninga og íramandi trúarbragða, er hingað seil- ast til áhrifa. Trúfrelsi kemur því máli ekkert við, heldur er hér um að íefla Þær kvaðir og skyldur, sem hinn góði hirðir, — sá, er lagði líf sitt í söl- urnar fyrir sauðina, — leggur á herðar umboðsmönnum sínum. Hér skal ekki fjölyrt um ályktun þessa. Aðeins skal þess getið, að sum þau skrif, er birtust í blöðum um hana, voru harla villandi fyrir almenning. Var m. a. reynt að láta í það skína, að ályktunin hefði verið knúin fram með ofurkappi og af fyrirhyggjuleysi og Því hefðu einhverjir ístöðulitlir greitt henni atkvæði í fljótræði. Þar er hallað réttu máli. Hér var það efni tekið til umræðu og ályktunar, er svo var of- arlega á baugi, að óhugsandi er, að uokkur viðstaddur prestur hafi gengið ‘il atkvæðagreiðslu að vanhugsuðu ^uáli. Ályktun sú, er samþykkt var, var að vísu ekki mikið rædd á almennum fundi. Ræða síra Úlfars Guðmunds- sonar á Ólafsfirði um málið var þó snjöll og skemmtileg í bezta lagi, og er söknuður að því, að hún skuli ekki fil orðrétt. Eins hefði verið verðugt, a3 umræðurnar hefðu verið varðveitt- ar í heild sem heimild. Líður vonandi því, að ræður og erindi, sem flutt eru á prestastefnum, verði varðveitt með líkum hætti og alþingisræður. Ástæða þess, að umræður urðu ekki lengri um þetta margnefnda mál, var tvímælalaust sú, að óvenju mikill einhugur ríkti á fundinum. Úr skýrslum um kirkjusókn o. fl. Skýrslur, sem fram voru lagðar á prestastefnu, voru fróðlegar með ýms- um hætti eins og áður. Messur í öllum þjóðkirkjusöfnuðum 1974 voru 3564, en guðsþjónustur alls 5720. Hefur guðsþjónustum fjölgað um 189 frá ár- inu 1973. í lúthersku fríkirkjusöfnuð- unum þrem hafa verið haldnar 136 guðsþjónustur. Altarisgestir í þjóð- kirkjunni voru 21.778, en hjá fríkirkju- söfnuðum 663. Tölur þessar tala að sjálfsögðu sínu máli um starfið í söfnuðunum, og má af þeim draga ýmsar ályktanir. í all- mörgum söfnuðum munu færðarskýrsl- ur um kirkjugesti, þ. e. a. s. fjölda þeirra, en þær eru ekki birtar. Gera mætti sér það að leik að gizka á, hversu margt fólk hefði verið við guðsþjónustur þessar að meðaltali. Setjum svo, að 40 manns hefðu sótt hverja guðsþjónustu. Þá yrðu kirkju- gestir á árinu 228.400. í hverjum söfn- uði er nokkur kjarni fólks, er sækir kirkju að staðaldri. Þess vegna verð- ur mjög erfitt að gizka á, hversu mikill hluíi þjóðarinnar muni koma í kirkju á ári. Þó má til gamans deila með messudögum á guðsþjónustufjöldann og áætla þannig, hversu margar guðs- þjónustur séu haldnar að jafnaði hvern helgan dag. Messudagar eru um 60 á ári. Ættu þá að vera haldnar um 95 guðsþjónustur hvern messudag. Sé 223
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.