Kirkjuritið - 01.09.1975, Side 66

Kirkjuritið - 01.09.1975, Side 66
þá gert ráð fyrir sama meðaltali kirkju- gesta og hér á undan, ættu kirkjugestir á messudag að verða um 3.800 eða tæplega tveir af hundraði þjóðarinnar. Sú tala er of lág. Á reikningi þessum er þó ekki mikið byggjandi. Þó kynni að vera, að sá kjarni, sem nefndur var hér áður, væri um 30—40 manns í hverjum söfnuði landsins að meðaltali. En þá er ótal- inn sá fjöldi fólks, er kemur í kirkju stöku sinnum, jafnvel einu sinni á ári eða sjaldnar. Þá eru og ótaldir allir þeir, er sækja kirkju við jarðarfarir eða aðrar sérstakar athafnir, sem ekki er venja að telja með guðsþjónustum eða messum. Þar með má telja helgi- hald í sumarbúðum, í skólum og víðar. Jafnframt eru ótaldir kirkjugestir frí- kirkjusafnaða og ýmissa kristinna sér- safnaða, svo og þeir, er sækja fundi í kristilegum félögum. Loks er trúlegt, að allstór hópur landsmanna hlýði á guðsþjónustur eða annars konar helgi- stundir í hljóðvarpi eða sjónvarpi, og benda kannanir reyndar til þess. Að öllu slíku saman töldu yrði sá hluti þjóðarinnar, sem hlýðir á einhvers konar kristna boðun að jafnaði ellegar öðru hverju, áreiðanlega býsna drjúg- ur. Skólaprestur kominn til sögu Skýrsla skólaprests fylgir nú synód- usskýrslum í fyrsta sinni. Ekki verður glögglega séð, hort guðsþjónustur og altarisgestir skólaprests teljast með á hinni almennu skýrslu um slíkt. Svo virðist þó ekki vera, og er þá nokkur viðbót þar, sem rétt væri að bæta við þær tölur, sem áður voru fram taldar. Skólaprestur hafði níu messur í Hall- grímskirkju á árinu og 14 annars stað- ar, en tók 1228 manns til altaris. Mess- urnar í Hallgrímskirkju hafa verið mjög vel sóttar af ungu fólki. i skýrslunni kemur ennfremur fram, að skólaprestur hefur unnið að því að koma á reglulegum biblíulestrarstund- um í skólum í Reykjavík og nágrenni. Voru haldnir biblíulestrar í um 20 skól- um á s. I. vetri. Þá hefur hann sótt nokkra skóla heim og þá haldið erindi og haft umræðufundi með nemendum. Skólaprestur er jafnframt fram- kvæmdastjóri Kristilegs stúdentafél- ags, og vann hann sem fulltrúi þess manna mest að undirbúningi norræna, kristilega stúdentamótsins, sem hér var haldið í ágúst í sumar og stjórn- aði því. Hefur sá þáttur starfsins að sjálfsögðu orðið umfangsmestur á þessu fyrsta starfsári hans. Að þessu sinni verður látið hjá líða að birta tíðindi af öðrum skýrsl- um, þótt margt sé þar fréttnæmt að finna. En hvort tveggja er, að rými skortir hér í ritinu, og ætla má, að skýrslurnar séu aðgengilegar þeim, sem í þær vildu skyggnast. Þær eiga að vera í fórum allra sóknarpresta. Fjölmennt viS kirkju Norræna stúdentamótið var að sjálf- sögðu einhver merkastur atburður í ís- lenzku kristnilífi á sumrinu. Því verða þó iítil skil gerð hér að sinni, en 1 þessu hefti birtist þó viðtal, er Gísli Friðgeirsson, menntaskólakennari og eðlisfræðingur átti við einn hinna kunnari gesta á mótinu, frú Ragnhild' 224

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.