Kirkjuritið - 01.09.1975, Page 68

Kirkjuritið - 01.09.1975, Page 68
og erlendis „Guði sé lof fyrir járntjaldið“! „Ég varð fyrir svo miklum vonbrigð- um á Vesturlöndum, er ég kynntist þar svonefndri nútíma guðfræði, að ég vildi heldur vera í þrælabúðum í önn- ur 6 ár í viðbót heldur en að búa við hana. Guði sé lof fyrir járntjaldið. Hinir rússnesku trúbræður okkar myndu ekki þola niðurlægingu kristninnar á Vesturlöndum.“ Þetta mælti maður nokkur úr píslar- vottakirkjunni í Sovétríkjunum við Bertil Gártner, biskup í Gautaborg, eigi alls fyrir löngu. Maður þessi var þó orðinn heilsulaus eftir 6 ára vist í þrælabúðum. Það var á prestafundi í Gautaborg, sem biskupinn sagði frá þessu og bætti því við, að þetta væri allt sem segja þyrfti um kirkju Vestur- landa og hina útþynntu trú hennar. Um kvenpresta í ensku kirkjunni Undanfarin tvö ár hefir mikið verið rætt um vígslu kvenna til prestsþjón- ustu í ensku kirkjunni. Geysimikið hef- ir verið ritað um þetta í blöð og auð- vitað hafa ekki allir verið á sama máli. Málið hefur verið rætt í hinum ýmsu biskupsdæmum og á kirkjuþinginu (General Synod). í meginhluta bisk- upsdæmanna mælti meiri hluti þeirra, sem áttu að greiða atkvæði, með því, að konur fengju vígslu til prestsþjón- ustu. Voru þá greidd atkvæði um það, orðalag, ,,að ekki væri nein hindrun fyrir vígslu kvenna, er reist væri á guðfræði“. í nokkrum biskupsdæmum var mælt gegn vígslu kvenna með nokkrum atkvæðamun. Þótt nokkur meiri hluti atkvæða sé fyrir vígslu kvenna, þá er minni hlutinn það mikill, að kirkjuþingið hafnaði því að konur fengju prestsvígslu að sinni. Það er mjög á valdi erkibiskupanna, hvenær þetta verður tekið fyrir að nýju á kirkjuþinginu, en ekki er gert ráð fyrir, að svo verði í náinni fram- tíð. Minni hlutinn, sem þó er svo mikill, sem raun ber vitni, hefir haldið því fram, að ranglega hafi þetta mál verið lagt fram, þar eð sífellt hafi verið spurt um guðfræðilegar hindranir. Minni hlutinn taldi, að spurningin hefði átt að beinast að því, hvort eitthvað mælti eindregiS með þvi að vígja konur iil prestsþjónustu frá sjónarmiði guðfræði og trúar. Meirihlutinn og minnihlutinn eru sammála um það, að hér sé ekki rætt um kvenréttindi. Afstaðan til vigslu kvenna skuli aldrei mörkuð með kven- réttindi í huga. Það hafa þær konur einnig viðurkennt, sem harðast hafa 226

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.