Kirkjuritið - 01.09.1975, Síða 69
barizt fyrir vígslu kvenna, a5 kvenrétt-
indi komi þessu máli ekkert við og
með öllu sé ósæmilegt að draga það
atriði inn í þessa baráttu.
Gregori Vins
Fréttir hafa borizt af því, að fimm
konur, sem nýlega voru látnar lausar
úr fangelsi í Sovétríkjunum — í til-
efn kvennaárs — hafi beðið um, að
baptistapresturinn Gregori Vins verði
látinn laus úr fangelsi. Hann var
hnepptur í fangelsi fyrir að hafa boðað
trú með ,,ólögmætum“ hætti. Mál hans
vakti mikla athygli á Vesturlöndum í
fyrra. Alkirkjuráðið mótmælti réttar-
höldunum yfir Gregori Vins.
Konurnar fimm höfðu verið hnepptar
í fangelsi, þegar KGB íögreglan íann
leynda prentsmiðju, sem þær störfuðu
í. Prentsmiðjan var á vegum neðan-
jarðarkirkju baptista og prentaði krist-
in trúarrit. Konurnar hafa sýnt mikið
hugrekki með þessari beiðni og áskor-
un um frelsi Gregori Vins og eiga yfir
höfði sér fangavist að nýju.
Lútherska kirkjan í Chile
Skýrt hefir verið frá því í stöðvum
Alkirkjuráðsins í Genf, að Lútherska
kirkjan í Chile eigi í miklum erfiðleik-
um. Miklar og vaxandi árásir eru á
lútherska biskupinn, Helmut Frenz,
Prestana og söfnuðina, vegna aðstoð-
ar þeirra við fanga og flóttamenn og
vegna stuðnings þeirra við mannrétt-
lnbi- í Chile hafa „vissir hópar“ kraf-
l2t þess, að biskupinum og prestunum
verði vísað úr landi. Þetta merkir það,
að söfnuðurnir yrðu forstöðulausir. Al-
kirkjuráðið hefir skorað á aðildar-
kirkjur að styðja Lúthersku kirkjuna í
Chile með öllum tiltækum ráðum.
Lambeth-þing árið 1978?
Umræður hafa farið fram í ráðgjafar-
nefnd ensku kirkjunnar um það hvort
halda skuli Lambeth-þing árið 1978
eða síðar. Ákvörðun um þinghaldið
tekur erkibiskupinn í Kantaraborg að
fenginni nauðsynlegri ráðgjöf. Kostn-
aður við þinghaldið yrði geysimikill.
Lambeth-þingið er samkoma bisk-
upa anglikönsku kirkjunnar hvaðan-
æva úr heiminum. Þessi þing hafa
jaínan verið haldin á tíu ára fresti.
Ýmsum biskupum annarra kirkjudeilda
hefir verið boðið á þing þessi til
áheyrnar. Biskupi íslands hefir verið
boðið á einhver þessara þinga.
Umræðuefni næsta þings eru ekki
ráðin, en töluverð áherzla hefir verið
lögð á að ræða hlutverk biskupa nú
á dögum. Sennilegt þykir og, að rætt
verði um vígslu kvenna til prestsþjón-
ustu.
Árið 1968 sóttu 462 biskupar Lamb-
eth-þingið en nokkrir gátu ekki sótt
það, vegna þess að stjórnvöld landa
þeirra bönnuðu þeim för til þingsins
eða hindruðu með öðrum hætti.
Frá Finnlandi
Tveir nýir biskupar tóku við embætt-
um í Finnlandi á síðasta ári. Dr. theol.
Yrjö Sariola var vígður til biskups í
227