Kirkjuritið - 01.09.1975, Page 70

Kirkjuritið - 01.09.1975, Page 70
Lapuastifti, en Paavo Kortekangas, prófessor í kirkjufélagsfræðum við háskólann í Helsingfors, tók við Kuo- piostifti. — Skipun þess síðar nefnda hefur vakið talsverða athygli og deilur, þar eð gengið var þar fram hjá öðru biskupsefni, er fleiri atkvæði hafði fengið við kjör. Óttast margir, að hér sé um að ræða pólitíska veitingu, því að altalað er, að Kortekangas sé hneigður að sósíalisma, þótt hann lýsi yfir því, að hann sé óháður flokkum í stjórnmálum. — Hann var skipaður af forseta að undangenginni atkvæða- greiðslu ríkisstjórnar, en þar fékk hann níu atkvæði af fjórtán greiddum. Er þess nú beðið með eftirvænting að sjá, hvort biskupinn muni láta stjórnmálamenn segja sér fyrir verk- um. — Stjórnmál komu einnig mjög til um- ræðu í Finnlandi við kosningar í safn- aðarráð og aðrar kirkjulegar nefndir á síðasta ári. Stjórnmálaflokkarnir höfðu talsverð afskipti af undirbúningi kosninganna, enda er þeim það heim- ilt að lögum. — Kosningaþátttaka varð þó mjög lítil, svo að Ijóst þykir, að flokkastjórnmál séu ekki vinsæl á þeim vettvangi. Miklar umræður hafa farið fram um það í Finnlandi að undanförnu, hvort unnt sé að samrýma marxistíska hug- myndafræði kristinni guðfræði og prestsþjónustu í kristinni kirkju. — Deilur um guðfræSi o. fl. Einn hinna yngri prófessora við guð- fræðideild Háskólans í Helsingfors, Heikki Ráisánen, vekur talsverðar deil- ur um þessar mundir. Þykir hann býsna róttækur í skoðunum á Nýja testamentinu og túlkun þess. — Á síð- ari árum hafa öðru hvoru heyrzt raddir um nauðsyn á að stofna guðfræði- skóla á vegum kirkjunnar, óháðan rík- isháskólanum, og yrði sá skóli þá prestaskóli safnaðanna. Hafa sumir biskupar landsins lagt þetta til m. a. — Deilurnar, sem Ráisánen hefur vakið kynnu að herða á stofnun slíks guðfræðiskóla. — Trúarlíf er viða mjög öflugt og blóm- legt í Finnlandi eins og áður, — þótt naumast verði talað um mjög um- fangsmiklar vakningar. — Þó hefur áhugi fyrir kristinboði farið mjög vax- andi hjá fjölda manna á síðustu ár- um. — Vladimir Maximov Einn þeirra manna, er sovésk stjórn- völd hafa vísað úr landi að undan- förnu, er Vladimir Maximov, liðlega fimmtugur rithöfundur, náinn vinur Soltsenitsyns, en miður kunnur. Þó er það mál sumra manna, að hann muni verða víða kunnur um síðir, en bækur hans hafa lítt verið þýddar á erlenda tungu fram til þessa. Norska blaðið ,,Aftenposten“ birti samtal við Maximov ekki alls fyrir löngu. Ræðst hann þar mjög einbeitt- ur gegn alræðinu í Sovétríkjunum og segir m. a.: ,,Það er nauðsynlegt, að vér færum hvað eina fram í fulla aug- sýn, — allan sannleikan, allt, sem vér vitum um brot á mannréttindum, öll dæmi um misvirðing manngildis og skerðings mannlegs frelsis. Allt þetta verður að koma í dagsljósið. 228

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.