Kirkjuritið - 01.09.1975, Page 82

Kirkjuritið - 01.09.1975, Page 82
Mesti vandi okkar nú á dögum, er við lesum frásagnir sköpunarinnar í heimi. sem er svo geysilega breyttur, er sá, að finna túlkunaraðferð, sem sambœrileg er sköpunarsálmunum í Biblíunni, sem gefi til kynna trú okkar og birti jafnframt mikilvcegi játningar okkar. ,,Ég trúi því, að Guð hafi skap- að mig og alla hluti". En þessa mynd tjáningar hefir okkur enn ekki tekist að finna. Það er ekki nóg, að við loksins sjáum að trúin á Guð, skapar- ann, geti játazt hinni vísindalegu leit að uppruna heims og manns. Það, sem skiptir máli er, að hin vísindalega leit og rannsókn, svo og tœkniaðferðir taki mið af og styrkist af trúnni á skaparann, trú, sem hefir merkingu, tengist með jákvœðum hœtti við lof- gjörðina til skaparans. Þegar þetta er tekið alvarlega og við höfum gefið okkur að þessu, þá munu menn taka að hlýða á og trúa því, sem sköpunar- sagan og öll Biblían hefir við okkur að mœla með varnaðarorðum sínum um það, hvar takmörk okkar séu. Þýtt úr ensku A. J. The Genesis Accounts of Creation. Hliðsjón var höfð af danskri þýðingm Skabelsesberettningen í I. Mosebog- 240

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.