Fríkirkjan - 01.03.1899, Page 14

Fríkirkjan - 01.03.1899, Page 14
45 þetta bróf í varðhaldinu með hlekkjaðri hendi, og býst við að fá dauðadóm minn á morgun. . . . Þegar við með hjálp Jesú Krists sjáumst aptur í komanda lífi, og fáum að njóta sælu og friðar, þá skaltu fá að vita, hvílíka náð guð hefur auðsýnt mér — hve kröptuglega hann hefur styrkt mig í freistingum og þrautum ?“ í hinum dimma fangaklefa sá hann fyrir, að ijós sannleikans mundi bera sigur úr býtum. Hann dreymdi eitt sinn að hann var horfinn aptur í kirkjuna í Prag, þar sem hann hafði svo opt pi'édikað fagnaðarboðskap Krists; sá hann þá að páfinn og biskupar hans voru að skafa út myndir af Kristi, er hann þóttist hafa málað þar á veggina. En litlu síðar leit hann marga málara, er voru að mála myndirnar aptur, fleiri og með sterkari litum; og er þeir höfðu lokið starfi sínu, sögðu þeir við mannfjöldann, sem var við: „Nú rnega páfarnir og biskuparnir koma; þeir munu aldrei fá af- máð myndii' þessar. “ — „Eg er viss um“, mælti Húss, þá er liann sagði draum sinn, „að mynd Krists verður aldrei afmáð; þeir vilja eyðileggja hana, en hún mun verða teiknuð í öli lijörtu af miklu betri prédikurum enn eg hef verið“. > Á kirkjuþinginu í Konstans voru saman komnir æðstu menn ríkis og kirkju. Par voru þeir Jóhann páfi og Sigmund- ur keisari, 4 kjörfurstar, 20 hertogar, 80 greifar, 34 kardínálar, 20 erkibiskupar, 160 biskupar og 250 aðrir liöfðingjar andlegu stéttarinnar. Frammi fyrir þessum mikia og glæsilega þing- lieimi stóð Húss sjúkur og hlekkjum hlaðinn og — bar vitni sannleikanum. En dómarar hans kornu fram sem svarnir ó- vinir lians, og eptir nokkrar yfirheyrslur var dómurinn kveðinn upp þann 6. júli 1415. Pað var fæðingardagur hans og var hann þá 47 ára gamali. í varnarræðu sinni hafði Húss minnst á griðabréfið og livesst um leið augun á Sigmund keisara; en hann brá litum og setti dreyrrauðan. Að þvi lutu orð Karls keisara Y. síðar, sem minnst er á i greininni „Eitningin ein“. Þegar er dauðadómurinn var uppkveðinn og frammi fyrir > öllum þing'heimi færðu bjskupar Húss í hinn kennimannlega skrúða, og svo úr honum aptur, spjör fyrir spjör, um leið og hver um sig mælti formæling yfir honum af munni fram. Að því búnu var sett á höfuð honum húfa rneð djöflamynd-

x

Fríkirkjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.