Fríkirkjan - 01.07.1901, Blaðsíða 4

Fríkirkjan - 01.07.1901, Blaðsíða 4
100 hver von er þá til þess, nð þér trúið mínum orðum?" (Jóh. 5, 45—47). Jesús bauð líkþráii mönnunum að fara og sýna sig prestinum og offra þeirri gáfu, sem Móses bauð (Matt. 8. 5). Hið tilfærða Móses-boðotð er i 3. Mós. 14: 3, 4, 10. — Jesús segir við mannfjöldann, að skriptlærðir og farísear sitji á „Móses stóli“, og með þessu orðatiltæki telur hann Móses, en ekki Esra, upphafsmann kennara- og löggjafara-embættisins. Sadúseunum, sem veiða vildu Jesúm í orðum með spurning- unni unr það, hverrar éiginmaður sá yrði í upprisunni, sem át.t hafði sjö konurnar, visaði hann til annarrar Mósesbókar og segir: „Hafið þér ekki lesið í Mósesbók?“ (Mark. 14. 20.) Öllum „rannsóknar“-mönnunum ber saman um, að Móses hafi ómögulega getað skrifað staf af fimmtu bók Móses (Dev- teronomíum). En Kristur staðhæfir alveg liið gagnstæða (Jóh. 5, 45—47). Þar sem hann talar um spádóm Mósesar urn Messías í fimmtu bókinni og segir: „Hann (Móses) hefur skrifað um mig.“ Þegar Jesús segir (Matt. 22. 40): „í þessum tveimur boðorðum er innifalið allt lögmálið og spámennirnir," hafði hann tilfært boðorðið um elskuna til guðs og manna í 5. bók Móses. Allar ritningargreinarnar, sem Jesús vitnar til sem guðs orðs, þá hann stríðir við djöfulinn i eyðimörk- inni, eru úr 5. bók Móses. Þegar fansearnir spurðu hann viðvíkjandi hjónaskilnáði, spyr hann þá aptur á móti, hvað Móses liafi boðið og visar til orða hans í 5. Mós. 24, 1. — Jesús telur Móses hiklaust höfund 5. bókarinnar. Um samtal Jesú við lærisveinana í Emmaus er sagt: „Byrjaði hann þá á Móses og öllum spámönnunum og útlagði -f.yrir þeim allt það í ritningunum, sem hljóðaöi upp á hann“ (Lúk. 24, 27). Og eptir borðiialdið sagði hann við þessa tvo lærisveina: „Petta er það, sem ég sagði yður meðan ég var enn með yður, að á mér ætti að rætast allt það, sem ritað er um mig í lögmáli Móses, spámönnunum og sálmunum" (Lúk. 24, 44.) Það er alkunnugf, hvaða afstöðu Kristur valdi sér. gagn- vart lögmálinu og yfir höfuð öllu gamla testamentinu, undir eins við upphaf kenningar sinnar og við hið hátiðlega tæki- færi, þegar hann flutti fjallræðuna sína. Öllum er kunnugt, að hann bæði þá og endrarnær viðurkenndi ritning (iyðinga

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.