Fríkirkjan - 01.07.1901, Blaðsíða 9
105'
Tómas gaf ; lit.lu ungfrúnni, nákVæmar gætur, áður en
nokkur kunningsskapur liófst milli þeirra. Hann var ieikinn í
að búa ýmislegt smávegis til, sem smáfólkinu þykir mjög mikið
i varið, og nú hugsaði hann sér að nota þessa kunnáttu sína.
Hann gat búið til smákarfir úr kirsiberjasteinum og hann
kunni að skera alls konar skringilegar myndir í hnotuskeljar,
hann gat smíðað allavega leikföng úr ýmsu efni og með
ýmsu lagi.
Það var nú samt sem áður enginn hægðarleikur að hand-
sama litlu stúlkuna; hún stóð ekki lengi við í einu á hverj-
um staðnum.
„Hvað heitir litla ungfrúin?" spurði Tómas einn dag;
honum þótti.þá bera ve) í veiði að spyrja að heiti hennar.
„Evangelina St. Clare,“ sagði litla stúlkan, „en pabbi og
allir kalla mig nú reyndar Evu; en hvað heitir þú?
„Ég heiti nú Tómas; litlu börnin heima í.Kentucky voru
vön að kalla mig Tómas frænda."
„Þá ætla ég líka að kalla þig Tómas frænda, a,f því mér
fellur þú svo vel í geð,“ sagði Eva. „Jæja þá, Tómas frændi,
hvert ertu að fara.“
„Ég veit það ekki, ungfrú Eva.“
„Veiztu það ekki?“ sagði Eva.
„Nei, það á að selja mig einhverjum, ég veit ekkert
hverjum."
„Pabbi minn getur keypt þig,“ sagði Eva fljótlega, „og
ef hann kaupir þig, þá skaltu eiga gott; ég ætia að biðja hann
um það strax í dag.“
„Ég þakka þér fyrir, litla ungfrú mín,“ sagði Tómas.
í þessu bili nam skipið staðar við bryggju eina, til þess
að taka timbur; Eva heyrði að faðir hennar kaliaði á hana,
og hljóp hún til hans og gekk um þilfarið við hlið hans. Tóm-
as stóð upp og gekk fram á skipið, til þess að hjálpa til með
að ná viðnum út á skipið.
Eva og faðir hennar stóðu við borðstokkinn og horfðu á
þegar skipinu var lagt frá landi. Skrúfa skipsins var tekin að
hreifast; óðar en varði tók skipið snöggan kipp, Eva missti
jafnvægið og féll á bak aptur niður i vatnið við hliðina á skip-
inu. Faðir hennar, sem naumast vissi hvað hann gjörði, ætl-