Fríkirkjan - 01.07.1901, Blaðsíða 5

Fríkirkjan - 01.07.1901, Blaðsíða 5
101 sem „ekta“ opinberun frá guði, og þá ritning segist hann vera kominn til að fullkomna, og til heims enda segir hann að hún skuli standa. Óþarfi er að tilfæra hér fleiri ritningarstaði í þessu sam- bandi. Það er öllum augljóst, að Kristi og „kritíkinni“ ber alls ekki saman. Meira að segja, þeir viðurkenna hreinskilnis- lega sjálfir, „rannsóknar“-mennirnir flestir, að Kristur sé á öðru máii en þeir. línginn reynir að bera á móti því, að Kristur hafi haldið fram hinni gömlu kenning um ritninguna og eðii opinberunar-oiðsins yfir höfuð. Og þeim öllum er trúa á Krist sem guð sinn, ætti það eitt að vera nóg, að „hann sagði það sjálfur." En „rannsóknar“-mennirnir, sem ekki vilja sætta sig við, að byggja á því, sem Jesús vitnaði um íitninguna, eiga um tvo kosti að velja. Annar er það, að haida fram þeini kenning, að Kristur hafi vitað betur, hafi vitað, að Móses aldrei gaf lög- málið, hafi vitað yfir höfuð að tala, að biblían sé ófullkomin og stóigölluð bók, en að hann hafi álitið rétt að notfæra sér hjátrú landa sinna í þessu efni til þess hann gæti bet.ur komið fram sínum eigin kenningum. En er mögulegt, að Kristur hafi leyft sér að viðhafa þessa aðferð, og að hann hafi sent lærisveina sína út i heiminn til að halda fram í hans umboði þessari gyðinglegu hjátrú og boða öilum þjóðum þessar þjóð- sögur? Er hægt að ætla honum visvitandi að blekkja menn- ina? Getur skynsemin sjálf gjört sig ánægða með þá ályktan, eptir að hafa virt fyrir sér líferni og andlega eiginieika Jesú? Er þetta í samræmi við hreinskilni þá, sem jafnan auðkennir hann? — Ef þessu væri slegið föstu um Jesúm, gætum vér naumast borið virðingu fyrir honum lengur. Hinn kosturinn er sá, að álykta, að Jesús sjálfur sé ekki óskeikuii og að hann hafi haft rangan skiining á trúarbrögðum þjóðar sinnar. Þessi skoðun er dregin út úr hinni nýju /ce»<mVkenning. En sú kenning er í því fólgin, að með hold- tekjunni hafi Kristur aigjörlega afhjúpast guðdómseðli sinu og hafi andi hans því verið háður öllum mannlegum óíullkom- leika, meðan stóð á holdsvist hans hér. En eru þá ekki aliar kenningar Krists vafasamar? Ef honum er ekki riúandi til að hafa verið bær að dæma um trúbók ianda sinna, mun hann

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.