Fríkirkjan - 01.07.1901, Blaðsíða 13

Fríkirkjan - 01.07.1901, Blaðsíða 13
109 heyrendum verður veittur aðgangur ki. 12^/a, að aflokinni út- hlutun styrktarfjár.* Pað er eins og sýnódus sé þá farin að fyrirverða sig fyrir þetta starf; vill helzt vinna að því innan luktra dyra. En af þessu, sem í sjálfu sér má teljast heppi- iegt, leiddi annað miður heppilegt, sem nú skal greina. Það hefur víst átt að vera til hátíðabrigðis að biskupinn lagði fram og las upp ávarp frá hinu evangelisk-lútherska kirkju- félagi ísiendinga í Vesturheimi. Reyndar voru nú ekki hátíða- brigðin mikil, þar sem öllum prestunum hlýtur að hafa verið kunn- ugt þetta ávarp, sem fyrir iöngu var prentað í „Verði ljós“. En áheyrendurnir, sem ekki fengu að komast að fyr en síðar, misstu eðlilega af ávarpinu og hafa þó án efa fæstir af þeim þekkt það áður; ávarpið mun hafa verið stilað eins til leik- manna eins og kennilýðs kirkjunnar, og áheyrendurnir á pöll- unum hefðu sjálfsagt haft gott af að heyra það, svo og svar bjskupsins, ei' einnig var lesið upp, og að sjá prestana alla — en, to, tre — standa upp til að lýsa „hluttekning sinni og sam- Þykki" („V. lj.“) Ja — þetta var nú það fyrsta, sem gjört var; og svo kom fjárskiptingin, og framfór að vanda á þann hátt, að samþykkt- ar voru tiliögur stiptsyfirvaldanna „eptir nokkrar umræður" („V. ij.“). En nú kemur nýtt, sem V. . . . ijósið einnig fræðir um, og fróðlegt er það. Skal það tekið orðrétt upp úr „Ijós- inu“, því að þetta skeði innan luktra dyra: „Sú tillaga var samþykkt, að framvegis væri einhverri lítilli upphæð óráðstaf- að af styrktarfénu, svo sem 50 kr., þegar á sýnódus kæmi.“ Já, þetta var það; það vildu þeir hafa, þó ekki væru nema 50 kr., til að dómalla urn og ráðstafa. Ótækt alveg að láta stipts- .yflrvöldin ráðsfafa öllu fénu. Það er dæmalust, hvað sýnódus hefur gaman af að „ráðstafa" peningum. Að þessu afloknu „flutti prestaskólakennari séra Jón Helgason fyrirlestur um ávinninginn af biblíurannsóknum nú- tímans („V. lj.“). Um fyrirlesturinn urðu engar umræður. Biskup þakkaði fyrir hann með fáum orðum, en tók það fram um leið, að naumast mundu geta orðið umræður um hann. Laglegra hefði oss virzt, að forseti fundaiins, amtmaðurinn, hefði gefið mönnum kost á að taka fil máls,’ eptir að hinum langa lestri var lokið. Vera má að það hefði ekki reynzt til

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.