Fríkirkjan - 01.07.1901, Blaðsíða 3

Fríkirkjan - 01.07.1901, Blaðsíða 3
99 „ Vevði ]]ós!“ — í einum kafla ritgjörðarinnar leiðir hann fram skýlaus rök fyrir því, að ekki að eins í Veslurheimi, heldur og á Englandi og Pýzkalandi, megi nú orðið fremur heita vörn en sókn af hendi „hinna hærri biblíurannsóknara"; en eins og kunnugt er hefur dócentinn í „V . . . . ljósinu" hvað eptir annað staðhæft, að engum menntuðum guðfræðingi detti leng- ur í hug að vefengja „kritíkina", það só að eins „heimskan og fáfræðin", er leyfl sér slíkt. Þessum kafla ritgjörðar séra B., er var rökstuddur með tilvitnunum og tilnefndir margir bibliu- fróðir menn úr andstæðingaflokki „hærri kritíkurinnar", hefur „Verði ljós!“ aigjörlega leitt hjá sér að svara. Og með því óliklegt er að dócentinn virði slíkt ekki svars, þá liggur mjög nærri að ætla, að hann treysti sér ekki til að svara því, geti ekki mælt á móti því, er síra Björn heldur fram, án þess að mæla móti sannleikanum. Grein sú, er vér flytjum nú, er þriðji kafli ritgjörðar síra Bjarnar: „III. KRISTUR OO „KRITÍKIN." „I þessum þætti greinar minnar ætla ég fyrst að sýna nokkur dæmi þess, að frelsari vor Jesús Kristur litur allt öðrum augum á gamla testamentið, en talsmenn „biblíurannsóknanna" gjöra. Eptir það skal ég sýna, hvaða stefnu þeir neyðast til að taka, sem meta tilgátur sínar meira en vitnisburð Krists. Loks skal ég svo skýra frá, hvert „hærri kritíkin11 er komin, að því er snertir kenninguna um guðdóm Krists. „Hærri kritíkin" ken'nir, að Móses Iiafl ekki samið Móses- bækurnar; Kristur segir hann hafi samið þær. Hér skulu tilfærð fá af mörgum dæmum þess, að Kristur telji Móses höfund Mósebókanna: Jesús sagði við Gyðinga: „Gaf Móses yður ekki lögmálið? Og enginn yðar heldur þó lögmálið“ (Jóh. 7. 19). í dæmi- sögunni lætur Jesús Abraham segja við ríka manninn: „þeir hafa Móses og spámennina; hlýði þeir þeim“ (Lúk. 16. 29). „Móses" táknar hér auðvitað lögmálsbækurnar, eins og „spá- mennirnir" merkja spádómsbækurnar. Lögmálið er hér líka talið á undan spádómunum. Jesús ávítar Gyðinga með þess- um orðum: ,,Ef þer tryðuð Móses, þá tryðuð þér mér, því hann hefur skrifað um mig; en ef þér trúið ekki hans bókum,

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.