Fríkirkjan - 01.07.1901, Blaðsíða 14

Fríkirkjan - 01.07.1901, Blaðsíða 14
110 neins; en þá hefði ekki þurft annað en að forseti stæði upp og segði, eins og forseti gjörir svo opt á alþingi: „Úr því engir taka til máls o. s. frv.“ En það þykir nú kannske leiðinlegt á sýnódus. Vér ætlum eigi heldur að taka til máls um fyrirlestur þennan að þessu sinni. Að eins geta þess, að þetta er annar fyrirlesturinn, sem hinn heiðraði höf. flytur um bibliukritíkina; og bókmenntafélagið er allt í einu orðið svo biblíukært, að það tekur hvern fyrirlesturinn eptir annan, hvern öðruin lengri um þetta efni. Þessi fyrirlestnr á sýnódus' og ritgjörð í Timariti bókmenntafélagsins er rúmar 3 arkir að lengd, og hinn fyrri var enn lengri, hálf fjórða örk. Betur mundi að vorri hyggju mega verja rúminu í Timaritinu, að vér ekki töium um rit- launin. Hvi lætur eigi hinn heiðraði höfundur þetta ijós hinn- ar „hærri biblíurannsóknar" skína fyrir löndum sínum í sjálfu blaðinu „Verði ljós“ ? Eða hyggur hann að V ... . Ijósið sé nógu mikið viliuljós fyrir því, þó þetta gangi undan? Fjórða málið var þur og löng og þreytandi „Statistik", sem biskup las upp, um hag kirkjunnar nú um aldamótin. Mest var það um ýmislegt efnislegt og áþreifanlegt, t. a. m. að sumar kirkjur væru úr steini, aðrar úr timbri og enn aðrar úr torfi, og hvert hefði á ýmsum tímabilum liðnu aldarinnnar verið hlutfallið mílli efnisins í kirkjunum, hve mikið af grjóti, timbri, torfi o. s. frv.; þá auðvitað um tölu prestakaila og ýmisiegt fleira, senr vér hirðum eigi upp að teija. Þá gat biskup einnig (en „V. 1 j. “ sleppir því) um andlegar hreifingar í landinu, um fríkirkjuhreifinguna og trúboð ýmissa trúarflokka. Viljum vér geta þess, að þar gleymdi biskupinn baptistum, sem að minnsta kosti síðastliðin tvö ár hafa haft trúboðaáNorðurlandi. Þá samþykkti sýnódus áskorun til alþingis, um að gjöra eigi þau helgispjöll að láta kosningar til alþingis framfara á sunnudegi eða öðrum helgum degi. fetta var út af þvi, að frumvarp til laga um heimuliegar kosningar til alþingis gjörir ráð fyrir að taka til þossa veraldlega starfa einn sunnudag, og skuii þennan dag eigi messað um land ailt. Eptir þessi afreksverk, sem nú eru talin, varð fundarhlé, og hófst fundur af nýju kl. 5; en þá var klukkan 3 er þeim störfum var lokið, sem nú eru talin.

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.