Fríkirkjan - 01.07.1901, Blaðsíða 15

Fríkirkjan - 01.07.1901, Blaðsíða 15
111 Pað var leiðinlegt að hlýða á hinar löngu umræður, er þvi næst urðu um frumvarp til reglugjörðar fyrir sóknarnefndir, sem biskup hafði samið og bar fram. Lengi, lengi var verið að ýtast á um það, hvort presturinn yæri rétt talinn í sókn- arnefnd eða hann væri ekki í nefndinni. Lögin virðast nú rejmdar allgreinileg um þetta efni, nl. að presturinn sé ekki í nefndinni; en einu má gilda, um þetta atriði var lengi deilt. Þá urðu og talsverðar umræður um, hvort gjöra ætti sóknar- nefndum að skyldu að eiga fund með sér fjórum sinnum á ári, eða að eins þrisvar eða tvisvar. Slíkt verður auðvitað að ákveða nákvæmlega, þegar knýja á fram trúarlíflð með laga- setningum! Þá komu og til greina þau vandræði, þar sem kirkjur eru stórar, að meðhjálparinn á bæði að lesa bæn í kórdyrum og líka að klykkja út með klukku, sem er lengst frammi í kirkju eðá allar götur uppi í turni. Par iagði dócent J. H. orð i belg, einu orðin, sem vér heyrðum hann tala á allii þessari sýnódus, þegar frá er skilinn fyrirlesturinn langi. En það voru líka gullvæg orð. Hann hélt að þessar úthring- ingar mættu missa sig, þær væru hvergi brúkaðar, nema hér á landi, og hefðu ekkert að þýða. Hafi hann þökk og heiður, dócentinn, fyrir þessi ummæli, þvi þau eru hverju orði sannari. ?á var rætt um vátrygging kirkna og kosin nefnd í það mál. Geta viíjum vér þess, til að sýna muninn á þjóðkirkju og frikirkju, að kirkjan á Eskifirði, sú er fríkirkjusöfnuðurinn reisti þar 1884, hefur verið vátryggð alla tíð; hvort hún er eina vátryggða kirkjan á iandinu eða ekki, skulum vér láta ósagt. Þá var að síðustu all-lengi rætt um umferðarkennslu og krisHndómsfrceðslu. Var frummælandi forstöðumaður prestaskól- ans séra Þórhallur Bjarnarson. Litið ætlum vér að hafist, upp úr umræðum þessum, frem- ur enn öðru, sem sýnódus íjallar um. Hér var óneitanlega þýðing- armikið og umfangsmikið málefni; en það var komið kvöld og fundarmenn virtust vera orðnir þreyttir af hinum þýðingarlitiu störfum dagsins. Þetta var prestastefnan 1901. I’egat vér gengum brott, og allt var rétt að segja búið

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.