Fríkirkjan - 01.07.1901, Blaðsíða 16

Fríkirkjan - 01.07.1901, Blaðsíða 16
112 — þetta „allt", sem var eiginlega „ekki neitt", þá mættum vér einum af prestunum. Hann hafði ekki lokið upp munni sínum allan tímann. „Þú sparar tungu þina hér“, sögðum vér, því maðurinn er prýðilega máli farinn. „Æ, hvað á maður að vera að tala um tóman hégóma", svaraði hann. Auðvitað þegjum vér yfir nafni þessa prests, eins og steinn. En — vér hefðum gjört hið sama sem hann, þagað; og vér hefðum svarað eins og hann. ------o«o«c>--- „Tíu toga að ofan, en tólf að neðan.“ Hlutfallið milli heimastjórnarmanna og Valtýinga í neðri deild alþingis í sumar er einmitt þetta gamla hlutfall 10 : 12, tíu að ofan og tólf að neðan, þegar forseti deildarinnar, sem er heimastjórnarmaðmy er talinn frá; þvi hann hefur ekki at- kvæðisrétt, má ekki ioga. Og eins og við var að búast og kunnugt er orðið, báru þeir sigur úr býtum, sem toguðu að neðan. Nú er verið að togast á um annað þýðingarmikið málefni í þessari sömu neðri deild alþingis — málefni, sem er þungað af afleiðingum fyrir alda og óborna, þeim til blessunar eða — bölvunar. Ekki vitum vér með neinni vissu, hve margir toga þar að ofan og hve margir að neðan; en allir hugsandi menn hljóta að veita meðferð málsins nákvæma eptirtekt að svo miklu leyti, sein þeir eiga kost á. Það munum vér og gjöra, og skýra síðar frá bæði vopnaviðskiptum og leikslokum. — En málefni þetta er enginn leikur. fað er í einu orði þetta: Á hér að rísa upp landspítali eða — kajólskur spítali? Rri 1 rVi Q n Ukemur út einu sinni á mánuði; verður með )) ^ 1 -ttVll IVJ ctli myndum. lvostar hér á landi 1 kr. 50 au. — erlendis 2 kr. — árgangurinn. Borgist fyrir lok júni-mánaðar. Pœst Reykjavík í Sigf. bókaverzl. Eymundssonar; úti um land hjá bókasölum og (ef fyrirfram er borgað) lijá póstafgroiðslu- og bréfhirðingamönnum. Utgefandi: Lárus Halldórsson Beykjavík. Aldnr j)ient8miðja.

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.