Fríkirkjan - 01.07.1901, Blaðsíða 11

Fríkirkjan - 01.07.1901, Blaðsíða 11
107 „Það vona ég hann gjöri,“ sagði St. Clare. „SegSu mér nú, hvað þú kannt að vinna. Kanntu að stýra vagni?" „Ég hefi jafnan fengizt við fann starfa,“ sagði Tómas. „Pá held ég að ég megi gjöra þig að vagnstjóra mínum, en með því skilyrði einungis að þú verðir ekki drukkinn nema einu sinni í viku. “ Það leit út fyrir að Tómas yrði íorviða og að honum þætti fyrir. „Ég drekk aldrei vín, húsbóndi minn.“ „Þetta hef ég nú heyrt áður, Tómas, en við skulum nú sjá til. Sleppum þessu,“ sagði hann og brosti, er hann sá að Tómas var ekki sem ánægðastur á svipinn, „ég efast ekki um að þú villt reynast vel.“ „Og þú skalt eiga gott,“ sagði Eva; „pabbi er góður við alla, hann hefur bara gaman af að spauga við fólk.“ „Pabbi þakkar þér fyrir meðmælin,“ sagði St. Clare hlæj- andi, snéri sór á hæli og fór. [Pramh.j Sýnódus 1901. Éað eru engin stórtíðindi, að prestar vorir safnist saman fleiri eða færri og aðrir andlegrar stéttar menn með biskupinn sjálfan í broddi fylkingar, til þess undir forsæti amtmannsins í Suður- og Yesturamtinu að setjast á rökstóla og ræða um andlegan hag þessa lands. Það eru og engin stórtíðindi, þó prestastefna þessi sé afkastalítil. Hvorttveggja fer fram árlega fyrir augum allra, að sýnód- us er haldin og að hún er afkastalítil. Menn eru orðnir hvoru- tveggja svo vanir, að enginn hneikslast lengur á því; enginn væntir neins góðs fyrir kristindóm þessa lands af þessum ár- legu prestastefnum og enginn kippir sér upp við það, þó þær ár eptir ár gjöri í rauninni minna enn alls ekki neitt. Éað þykir fátæklegt, að hinir árlegu safnaðarfundir eru svo illa sóttir, og að þar er jafnaðarlega engu líkara enn að enginn sköpuð ráð séu til að hafa nokkurn skapaðan hlut um að ræða. En hvað er þetta þó í samanburði við hitt, að þjón- andi prestar margra safnaða og prófastar margra prófastdæma,

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.