Fríkirkjan - 01.07.1901, Page 8

Fríkirkjan - 01.07.1901, Page 8
104 imum var hrundið upp og Haley var þar kominn í mjög illu skapi, hann hafði verið á reið alla nóttina, og ekki bætti það um, hve hraparlega honum hafði mistekizt að ná í Elísu. „Komdu,* sagði hann, „ertu tilbúinn?" „Yðar þjónn, frú!“ sagði hann og tók ofan, þegar hann kom auga á frú Shelby. Tómas stóð auðmjúkur upp, til að fylgja hinum nýja hús- bónda sínum, og lypti þungu kistunni sinni á herðar sér. Kona hans tók yngsta barnið á handlegg sór, til að fylgja honum út að vagninum, og hin börnin fylgdu öll grátandi á eptir. Hópur af ungum og gömlum hafði safnazt utan um vagn- inn, allir voru komnir til að kveðja Tómas; allir höfðu virt hann og þótt svo vænt um hann, og nú var sorgarsvipur á hverju einasta andliti. „Farðu upp í vagninn," sagði Haley við Tómas um leið og hann gekk snúðugt fram hjá svertingjahópnum. Tómas hlýddi á augabragði. Haley keyrði hestana áfram, og Tómas horfði með hryggð og trega á gamla heimilið sitt, um leið og ekið var brott. íTælakaupmaðurinn fór með Tómas og nokkra aðra þræla, sem hann hafði keypt, út á eimsldp á Ohio-fljótinu, sem ætl- aði til New-Orleans eptir Missisippi fljótinu. XIII. Erangelina. 1 fyrstu hafði Haley nákvæmai- gætur á Tómasi á daginn, og á nóttunni varð hann að sofa fjötraður; en með stillingu sinni og hógværð ávann Tómas sér trúnaðartraust jafnvel hjá öðrum eins manni og Haley var. Tómas fókk því leyfl til að ganga ófjötraður um skipið, hvar og hvenær sem hann vildi. Á meðal farþegja skipsins var maður einn ungur og ve) efnum búinn, er var búsettur í New Orleans, maður þessi hét Ágúst- inus St. Clare. Með honum var dóttir hans, lítil stúlka, fimm eða sex ára að aldri, ásamt konu nokkurri, sem var i ætt við þau, og sem virtist sórstaklega hafa yfir-umsjón með barn- inu. Tómas liafði opt séð þessari litlu stúlku bregða fyrir; hún var sí og æ á fieygiferð fram og aptur um skipið; hún gat engu fremur haldið kyrru fyrir, heldur en sóldrgeislinn eða sumarblærinn.

x

Fríkirkjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.