Fríkirkjan - 01.07.1901, Blaðsíða 6

Fríkirkjan - 01.07.1901, Blaðsíða 6
102 þá geta kennt sannleikann svo ugglaust sé í íiðrum efnum? Ef hann hefur ekki haft vit á jarðneskum efnum, mun hann þá bera skyn á himneska hluti? Sjálfur hefur hann kveðið svo að orði: „Ef þér trúið mér ekki, þegar ég segi yður jarð- neska hluti, hvernig munið þér þá trúa, ef ég segi yður liimn- eska hluti (Jóh. B, 12). Þegar Gyðingarnir undruðust skiln- ing hans á ritningunni og sögðu: „Hvernig þekkir þessi ritn- ingarnar, og hefur þó ekki lært?“ svaraði Jesús: „Minn lær- dómur er ekki minn, heldur þess, er mig sendi.“ Með þess- um orðum gefur hann í skyn ekki að eins það, að hann hali óvenjulega mikla þekkingu á gamla testamentinu, heldur einnig, að skilningur sinn á ritningunni sé frá guði og það, sem hann segi um hana, sé því samþykkt af guði. Nú fer þess vegna að verða örðugl að halda því fram, að Kristur hafi ekki haft vit á að dæma um gamla testamentið. Hvorugur kosturinn er góður, og hvorn þeirra sem maður kýs, kemst maður loks að sömu niðurstöðu, haldi maður hugs- aninni áfram rökfræðislega. Maður neyðist loks til þess að af- neita guðdómi Krists. Fæstir þeirra manna, sem út á þessa villugötu „kritíkar- innar“ ganga, gjöra sér grein fyrir þvi í fyrstu, að þangað liggi leiðin, ef eigi er snúið við. Fyrir þessari hættu hefur séra Jón Helgason augsýnilega ekki gjört sér grein í fyrra, þegar hann ritaði í Mai-blað „Verði ljóss“ sína hugsunarfræðis- lega skökku og trúfræðislega röngu grein „Jesús Kristur og gamla testamentið. “ í þeirri grein lendir hann háskalega framarlega á gjárbarminn: afneitun á fullkomnu guðdómseðli Krists. Ég hefi enga ritgjörð séð á íslenzku hættulegri fyrir rétta trú en áminnzta ritgjörð í „Verði ljós“, því hún hefur í sér fólg- in, þótt leynileg sé fyrir augum almennings, frækorn þeirra öfga og villu, sem „hærri kritikin“ hefurlent í hjá öðrum trú- fræðingum, sem lengst eru komnir í áttina, að neita undir- stöðuatriði kristinnar trúar.“ (Framhl)

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.