Fríkirkjan - 01.07.1901, Blaðsíða 10

Fríkirkjan - 01.07.1901, Blaðsíða 10
106 aði að fleygja sór í vatnið á eptir henni, en maður nokkur, sem stóð nálægt honum, kom í veg fyrir það; hann sá, að barninu hafði borizt bet.ri hjálp. Tómas hafði staðið á neðra þilfarinu, neðan undir þar sem Eva og faðir hennar höfðu staðið, þegar hún féll í vatnið. Hann sá að hún sökk og á sama vetfangi fleygði hann sév í vatnið á eptir henni. Það var hægðarleikur fyrir hann, sem var bæði stór og sterkur, að halda sér uppi í vatninu til þess er henni skaut upp á yfirborð vatnsins eptir fá augnablik; hann tók hana í fang sér og svam með hana að skipshliðinni, þar voru óteljandi hendur á lopti að taka á móti henni, rétt eins og hún hefði heyrt þeim öllum til. Á næsta augnabliki hvíldi hún í faðmi föður síns, sem bar hana rennvota og meðvitund- arlausa niður í skipið. Hún kom bráðum til sjálfrar sin aptur, en skipið hélt leiðar sinnar eptir fljótinu. Það var steikjandi sólskinshiti næsta dag, er skipið nálgað- ist New Orleans. „Ó, pabbi minn, kauptu hann Tómas frænda," hvíslaði Eva ofurhægt í eyrað á íöður sínum, og vafði hand- leggjunum um hálsinn á honum. „Þú átt nóga peninga, ég veit það vel. Ég þarf á honum að halda." „Til hvers, vina mín?“ sagði faðir hennar, „ertu að hugsa um að hafa hann til að bera þig á háhesti, eða hvað?“ „Ég þarf að láta hann eiga gott,“ sagði litla stúlkan. „Það er vissulega einkennileg ástæða,“ sagði faðir hennar. St. Clare, sem var mjög þakklátur fyrir björgun barns síns, hafði þegar samið við þrælakaupmanninn um að kaupa Tómas. Hann fór að finna Haley og afhenda honum and- virði Tómasar. „Gott“ sagði Haley, sem var hæst-ánægður yfir viðskiptum þessum; hann tók upp afgamla leðurblekbyttu, ritaði kvittun fyrir borguninni og fékk St. Clare. „Komdu nú Eva,“ sagði faðir hennar og tók í hönd dótt- ur sinnar; þau gengu þangað sem Tómas sat, hinum megin á þilfarinu. „Stattu upp Tómas," sagði hann vingjarnlega og sjáðu hvernig þér lízt á nýja húsbóndann þinn.“ Tómas leit upp, „Guð blessi yður, húsbóndi minn,“ sagði hann með tárin í augunum.

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.