Fríkirkjan - 01.07.1901, Blaðsíða 12

Fríkirkjan - 01.07.1901, Blaðsíða 12
108 og kennendur allra íslenzkra prestaefna og sjálfur biskupinn, umsjónarmaður allra íslenzkra kennimanna og safnaða, — þessir menn koma saman á fund einu sinni á ári, sitja einn eða mest tvo daga á fundi, en virðast. ekkert verulegt áhuga- mál hafa annað enn það eitt, að komast sem fyrst aptur brott af fundinum. • ! En sem sagt, þessu eru menn orðnir svo vanir, að engum dettur lengur í hug að furða sig á því. Svona á einmitt sýnódus að vera; væri hún ekki svona, tæki hún að hafa á- huga á einhverju og reyna að hreyfa sig til að gjöra eitthvað, þá ' væri hún ekki lengur sú ekta þjóðkirkjulega stofnun, sem heitir — sýnódus. Eigi að síður, þrátt fyrir allt og allt, munu nú ýmsir menn hafa gjört sér von um það, að sjálf aldamóta prestastefn- an mundi ef til vill verða undantekning frá regíunni. En hvort sem þeir eru íleiri eða færri, sem hafa alið þessa von í brjósti sér, þá er eitt vist, að sú von hefur brugðizt algjörlega. Sýnódus 1901, hin fyrsta á nýrri öld, byi jar auðvitað með guðsþjónustu, eins og vant er; er haldin í þingsal efri deildar alþingis, eins og vant er; st.iptsyfirvöldin sitja í sínum sætum og prestarnir í sínum, eins og vant er; sverðið amtmannsins liggur í glugganum á bak við hann, eins og vant er; nokkrir áheyrendur safnast saman uppi á pallinum, eins og vant er, í þeirri von án efa að heyra eitthvað til uppbyggingar og and- legrar hressingar af munni svona margra kennimanna, en von- in bregzt, eins og vant er; peningum er skipt milli uppgjafa- presta og prestaekkna, eins og vant er — í einu orði, sama dauðamarkið á prestastefnunni allri, eins og vant er. Er þetta of harður dómur? Lesandinn getur nú sjáifur dæmt um það, þvi að nú skal talið ailt það, er fram fór á prestastefnu þessari, og ekkert undan dregið. Vér skrifum skýrslu þessa að nokkru leyti eptir minni, en að nokkru leyti fylgjum vér skýrslu „Verði ijóss“, sem liggur á borðinn fyrir framan oss. Nýlunda var það í þetta sinn, sem „V. lj.“ getur ekki um, að þegar áheyrendur ætluðu í hælana á prestahópnum upp á palla, þá ráku þeir augun í miða, sem upp var festur á eina rúðuna í alþingishúshurðinni. Á þeim miða stóð letrað: „Á-

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.