Fríkirkjan - 01.05.1902, Síða 3
67
hef glatað lífi mínu, þessu eina lífi, sem mér er lánað, og
ekki hugsað um annað en raka saman peningum. Eg hef
trúað á peningana, og nú koma þeir mér að engu haldi. fið
segið að eg verði að deyja, en eg vii ekki deyja. Páið mér
víkslabók mina. Eg gef hverjum ykkar tíu þúsund krónur,
sem getur komið dauðanum á dyr að þessu sinni. Gamail
og gætinn læknir, sem var farinn að kynnast skapferli mínu,
hristi höfuðið og sneri sér undan, en nokkrir yngri stallbræð-
ur hans skipuðust til varnar, sumir með hnífa og sveðjur og
aðrir með smyrslakrúsir og meðalaglös, sem þeir vörpuðu að
mér í ákafa. Eg hratt þeim þá frá, óð að sænginni og sagði:
,Heimskingi i kvöld verður sál þín heimtuð af þér'. ,Þú skalt
íá 100 þúsund krónur, ef þú bíður hálftíma', sagði hann. Eg
tók fyrir kverkar hans i stað þess að svara, angistarópið end-
urhljómaði í öilum viðhafnar stofum hans. f*ótt margir
taki við mútum, þá geri cg ]>að ekki“. — Það var ægi-
legt að sjá svip hans er hann mælti þessi síðustu orð. — „Eg
hef komið víða í dag“, hélt dauðinn áfram, „og iagt kalda
hönd á fátækan og ríkan, háan og lágan, ungan og gamlan,
viðhúinn og óviðbúinn. Eg hef komið í hallir og höfðingjasetur,
bænda bæi og hreysi fátæklinga. Það var lokað hliðum og
hurðum, þegar sást til mín; vinir og vandamenn kounr og
börn lágu grátandi á hurðunum og héraðslæknar og skottu-
læknar bjuggust til varnar, en eg fór minna ferða engu að
síður.
Eg fer óhræddur til iæknanna og tek þá með mér, þegar
stundin er komin. — í nótt, sem ieið, fór eg til eins vantrú-
armannsins, sem kallaði sig fríþenkjara. Hann hafði
opt sagt, að enginn guð væri til og ekkert líf til eptir þetta
lif, og gjört gys að Kristi og lærisveinum hans. Um daginn
gekk eg fram hjá kirkju, þar sem hann og fleiri af iíku tagi
voru staddir, aldrei þessu vant. Mér blöskrar ekki margt, en
mér blöskraði samt að heyra þá syngja með alvörusvip á
andliti, en háðbros í hjarta: ‘Sinn líkam Jesús iét mig næra,
hann lét sinn dreyra svala mér, ó hvílík náð, míns herra kaera
í hjarta nú eg geymdur er. Mér afdrif síðast gef þú góð, ó,
guð minn fyrir Jesú blóð'. — Eg var rétt kominn að því að
rjúka í bræði minni inn í kirkjuna og löðrunga þessa hræsn-