Kirkjublað - 15.04.1934, Blaðsíða 1
KIRKJUBLAÐ
2. árg.
Sunnudaginn 15 april 1934.
8. tbl.
Vald er veikara en gæði.
Eftir Nathan Söderblom erkibiskup.
Tvö andstæð lögmál sýnir Jesús hlið við hlið, lög-
mál elsku og lögmál endurgjalds.
Fátt er mönnum, eins og þeir ganga og gerast, auð-
skildara en sú regla, að gjalda líku líkt: Ef einhver
hefir gert þér greiða, þá átt þú að gera honum greiða á
móti. Félagslífið fylgir reglum verzlunar og .viðskipta.
Með því, sem eg læt gott af mér leiða, kaupi eg fríðindi,
vináttu og gjafir af náunganum. Þetta getur virzt vera
heiðarlegt í alla staði. — En Jesús fellst ekki á þessa
aðferð. Bjóoi menn gestum í von um boð þeirra í stað-
inn, er það vinsemd, sem Jesús metur einskis.
Ef einhver vinnur þér óleik óverðskuldað, þá er
það fyrsta hugsun þín: Hann skal að mér heilum og lif-
andi fá að hitta sjálían sig fyrir! Og þér er nautn að
hugsa til þess, er þú fáir tækifæri til að jafna um hann
á einhvern hátt. Endurgjaldið er lokkandi. Hefndin
svalar. — Ef einhver ræðst á þig, stekkur þú upp á nef
þitt og villt tafarlaust greiða honum í sömu mynt. Mönn-
um finnst það smán og minnkun að þola högg eða hnjóð,
án þess að svara fyrir sig.
En nú kennir Jesús þvert á móti, að það sé meiri
karlmennska og kjarkraun að stilla sig, en gjalda líku
líkt. Hvernig eiga menn að verja sig, ef á þá er ráðizt?
Með öðrum vopnum en þeim, sem árásin var gerð með,
-— með vopnum kærleikans. Það er, þegar öllu er á
botninn hvolft, eina leiðm til þess að vinna á hinu illa.
Páll postuli f.ór að ráði Jesú og sagði: ,,Lát ekki hið