Kirkjublað - 15.04.1934, Qupperneq 11

Kirkjublað - 15.04.1934, Qupperneq 11
KIRKJUBLAÐ * 111 Eins og' áður var minnzt á, voru ýms veður í lofti, er síðasta öldin gekk í garð. Meðal annars boðaði það óvænta hluti, að mennirnir höfðu komizt upp á lag með að beita nákvæmri vog og mæli í könnun skynrænna hluta oggeystust nú fram í þeirri list, að mæla tilveruna niður í rök og vélgengi. Þetta verður uppistaðan í vís- indum 19. aldarinnar. Þau verða umfangsmikil og há- reist, en ótraust að andlegum innviðum. Skynsemisstefn- an, sem til þeirra á rætur að rekja, verður með öllum sömu einkennum. Efnishyggjan í vísindum og heimshug- myndum og skynsemisstefnan í bókmenntum, lífsskoð- un og hugsunarhætti, eru goð 19. aldarinnar, en um leið þau skuggavöld, sem reiða hnefann gegn kirkjunni og dæma trúna fánýti. Enda þótt vestræn menning hafi fengið frá kristin- dóminum æðstu hugsjónir sínar og mikilsverðustu verð- mæti, svo sem bræðralagshugsjónina og þann skilning á manngildinu, sem leiðir af sér jafnréttishugsjónina, þá hefir kirkjan raunar aldrei átt meiri ofsóknum að mæta, en einmitt á alveg nýjasta tíma. Ef eg man rétt, þá segir Dean Inge einhvers staðar, að í rússnesku byltingunni hafi fleiri látið lífið af trúarlegum ástæðum, heldur en í rómversku ofsóknunum til samans. Um sönnur veit eg ekki. En þó er óbeina ofsóknin eða undirróðurinn miklu meiri, sem sé sú starfsemi, sem rekin er í nafni mennta og mannúðar á skipulagðan hátt, en beinist að því, að grafa grunninn undan kirkjulegri starfsemi með trúboði guðleysisins, í skjóli pólitísks valds. Sú skilst mér vera stefna kommúnismans, bæði af viðkynningu við komm- únista sjálfa, sem virðast telja sér guðleysið sem fræði- atriði eða skyldukvöð, og eins eftir upplýsingum um fræðslu- og uppeldismál, að ógleymdum kirkjumálum í Rússlandi, sem ekki geta því landi fjandsamlegar verið. Eg hefi borið það undir menntaðan kommúnista, hvort kommúnismanum fylgi útbreiðsla trúleysis (antireligions propaganda), og hefir hann játað því. Þótt almenn vísindi, einkum eðlisvísindin, virðist nú

x

Kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.