Vekjarinn - 01.01.1903, Side 5
5
„Já,“ svaraði hún með lágri og skjálfandi röddu.
„Það hefur nú verið eina athvarfið."
Jeg varð forviða. Hjer iá þá guðs barn veikt
og hungrað í vesölum kofa og hafði tíu' ára dreng
til að vinna fyrir sjer. Og samt hafði hún varð-
veitt von og trú.
„Lítið þjer á,“ sagði hún og tók blað undan
koddanum, „lítið þjer á, hvað hjer stendur.“
Jeg tók blaðið og las það. Það var úr skýrslu
um barnaheimili mín, og endaði á orðum, sem jeg
sagði einliverju sinni, og opt hafa verið endurtekin:
„Jeg hef ekki öll þessi ár neitað einu einasta
barni um upptöku á heimili mín, sem hefur beðið
um hana.“
„Sjáið þjer til,“ sagði konan, sem grunaði alls
ekki, hver jeg var, „jeg hef vonað og beðið að börn-
in mín gætu komizt á þessi heimili; þar færi vel
um þau, og jeg þyrfti engu að kviða.“
Jeg sat þegjandi og hugsaði um vegi guðs og
náð. Loks sagði jeg: „Jeg hef ekki sagt, yðurnafn
mitt, en nú er bezt að þjer fáið að heyra það. Jeg
hef stofnað þessi heimili, heiti Barnardo. Jeg „á“
marga drengi og stúlkur, og ætla nú að reyna að
sjá um börnin yðar, ef þjer viljið. “
Jeg get ekki lýst undrunar og gleðisvip kon-
unnar. „Eruð þjer Barnardo læknir? Pjer kom-
inn hingað? Sjálfur? Já, guð er dásamlegur guð!
Enn hvað þetta er undarlegt! En hann er guð,
som heyrir bænir.“
„Já — guu, seoi heyrir b?enir/‘ sagði jeg,