Vekjarinn - 01.01.1903, Page 27

Vekjarinn - 01.01.1903, Page 27
27 ur boðorð guðs margopt hvern einasta dag, og verð- skuldar ekki annað en eilifa hegningu. — Pað verð- ur opt æði dimmt. í mannshjartanu, þegar lögmál- ið hefur þannig vakið oss, en vegur trúarinnar byrj- ar einnig venjulega i djúpi neyðarinnar, og guðs- börnum er meiri gleði að sjá þá, sem hrópa. með Lúther: „Ó, mín synd,“ heldur en hina, sem sofa í synd og tímanlegum áhyggjum. — Nú þarf hjálp, miskunn og frelsun, og hvar getur sekur syndari fundið það ailt, fundið frið og krapt? Hann þarf að heyra fagnaðaierindið um vin bersyndugra, sem köm að leita að þeim glötuðu og frelsa þá. Hann þarf að heyra um kærleika guðs, helzt af munni Jesú sjáifs, og þá ekki sízt þessi orð: „Svo elskaði guð heiminn að hann gaf sinn eingetinn son, svo að hver, sem á hann trúir, glat- ist ekki heldur hafl eilíft líf." Hlustaðu nú á, hvernig Kristur getur orðið þjer til hjálpar: Guð hefur elskað þig einnig, því þú ert af heiminum; hann hefur elskað þig svo lieitt að hann hefur geflð eingetin son sinn fyrir þig, svo að hann skyldi friðþægja fyrir allar syndir þinar með iífl sínu og dauða, og ávinna þjer rjett tii að verða barn guðs, og vill hans vegna fyrir- gefa þjer allar syndir þínar, þótt það verði, að því er þig snertiv, alveg óverðskulduð náð. Gættu að, hvernig guðs sonur hefur elskað þig og mig; hann gekk í dauðann vor vegna, sem vorum þó ekki vin- ir hans, heldur óvinir, eins og skrifað stendur: „Guð sýnir o]sku sjpa 141 vor í því, að Kristur dó

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.