Vekjarinn - 01.01.1903, Síða 30

Vekjarinn - 01.01.1903, Síða 30
að maður, sem áður var syndaþræll, ókunnugur guði og sénri baki að ríki guðs og börnum hans, er nú farinn að hata það, sem guð hatar, og elska það, sem guð el'skar, og þar sem hann áður las „faðir vor“ í hugsunarleysi, sjer hann nú að það er einmitt bænin hans, sem tekur fram allar óskir hans og þarfir. Hann hugsar um það fyrst og síð- ast að vera ávallt barn guðs, og því andvarpar hann opt: „Er jegguðsbarn? Faðir minn, májeg vera barnið þitt, jeg sem er svo veikur, óstöðugur og syndugur. Ó, drottinn varðveit mig allt til enda. — Svo biður hann: Hjálpa mjer, himneski faðir, að jeg megi helga nafn þitt í öllu mínu framferði, í hugsunum, orðum og verkum, til þess að aug- ljóst verði að þú ert heilagur, sem hefur kaliað mig þitt barn. Varðveit mig fiá því að verða nokkrum manni tii ásteitingar eða hneykslunar. — Ó, að guðs ríki mætti eflast og aukast í hjarta mínu, svo að trúin, kærleikurinn og auðmýktin yrði meiri. Ó, að allir menn yiðu guðs börn og góðir þegnar í ríki hans. — Góði guð, hjálpa mjer til að gjöra þinn vilja, og styrk mig svo jeg geti daglega gefið þjer allan vilja minn, og varðveit mig frá áhyggjum heimsins barna fyrir daglegu brauði og hverju öðru. — Fyrirgef mjer af þinni miklu miskun, jeg hef verið vanrækinn, hrasað aptur, já syndgað móti þjer, ó, fyrirgef mjer, og hjálpa mjer til að vera fús á að fyriigefa breizkum meðbræðrum mínum. Veit mjer lijálp í freistingum, svo að jeg falii ekki. Varðveit mig frá öllu illu, sem kemur frá djöflin-

x

Vekjarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.