Vekjarinn - 01.01.1906, Blaðsíða 31

Vekjarinn - 01.01.1906, Blaðsíða 31
31 samferða vini minum frá jarðarför, »að hann skyldi geta sag't svona margt gott um mág minn heitinn. Það var samt einn galli á því, að tlesl af því var ósatt. Prestinum hefði verið óhætt að fara færri lofsorðum um hjónaband hans. Hann kvaldi göfuglynda konu sína með afbrýðissemi, og lifði þó sjálfur í hórdómi«. Það væri óskandi að líkræðumennirnir fengju stöðugt að heyra, hvað hreinlyndir menn hugsa um líkræður þeirra. En því miður eru fáir svo hreinlyridir, að þeir fari að segja þeim það. Þegar hér er komið, verður vonandi enginn hissa á því,þótt eg hafi þá skoðun, að það væri — — i stuttu máli — vegna mannlegs hreyzkleika heppilegra að likræður legðust lilátt áfram nið- ur, eða að minsta kosti æfilýsingarnar......« Tilhelm Beck skrifaðí um líkrœðurnar í Annexet 12. árg. nr. 2, meðal annars á þessa leið: » — — - Það er ætlazt til að prestur- inn sé gagnkunnugur heimilislííi hlutaðeiganda, svo að hann geti víðfrægt mannkosti og á- gæti hans, og á þá presturinn að heimsækja einhvern náinn ættingja hins látna, til að spyrja hann spjörunum úr, og fær hann þá vist oft- ast að heyra ýmsa lygi. En þetta er ósiður,

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.