Vekjarinn - 01.01.1906, Blaðsíða 9

Vekjarinn - 01.01.1906, Blaðsíða 9
9 um, en það ætlar að kosta mig lifið; mig iðr- ar þess samt ekki. Verði þessi atburður til að bjarga sál hennar, þá dejf eg glaður. Þótt 'P: eg ætti 10 líf, vildi eg feginn gefa þau öll til að bjarga einni sál. Það er erfitt að deyja og skilja við þig — en eg fel þig Guði; hann mun reynast þér betur, en eg hefði getað. Hann hefir búið þér stað. — Þér verða sögð öll tíðindin, þegar eg er farinn. Elskaða vina mín, þú og eg fáum aldrei að búa saman i myrkri heiðninnar í Suður- álfunni, en við fáum að vera saman alla ei- lífðina í ljósi bimnanna. * Starf miti er úti. Eg prédikaði í gær- kveldi, það verður i síðasta skifti, við sungum þá: »Ó blessuð stund, er burtu þokan líður«. Hugsaðu ekki um mig eins og eg væri dáinn, því að eg liii með Kristi og öllum út- völdum, og bíð eftir þér. — Guð hefir eitt- hvert starf handa þér; vandaðu það, livað sem það er. — Sá, sem ann þér, verður þér * nálægur. Eg segi ekki að þú skulir ekki syrgja, eg þekki þig of vel til þess; en þess bið eg þig hinztra orða: Vertu Drottni trú. Láttu ekki þennan harm hrífa þig frá Guði. Hann reynir þig mjög nú, en hann mun gefa þér krafta, svo að þú verðir eftir raunina hrein sem gull. — Mundu eftir því, að sá, sem sigr- i

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.