Vekjarinn - 01.01.1906, Blaðsíða 7
7
borgið. Fagnaðaróp og húrrahróp kveða við
frá mannfjöldanum fyrir hetjunni, semnú býst
til að stökkva sjálfur niður í björgunarnetið,
í sama bili heyrist ógurlegur brestur og
fólkið hopar á burt óttaslegið. Múrveggurinn
hrynur og björgunarmaðurinn ótrauði verður
fyrir grjótinu.
ótal höndur eru á lofti til að hjálpa hon-
um út úr rústunum, en læknirinn liristir höf-
uðið, þegar hann sér hann. Læknishjálp kem-
ur að litlu haldi, hann er svo limlestur og
brotinn. Þó er gleðisvipur á honum: »Guði
sé lof að Fjólu er borgið«, segir hann.
Dauðinn er hraðstígur; brátt er sú stund
komin að kristniboðinn fær að mæta frelsara
sínum, honum, sem sagði: »Það sem þér hafið
gjört einhverjum af minstu bræðrum mínum,
það hafið þér gjört mér«.
Hann veit að lífsvonin er úti, eða öllu
heldur, að nú eru brátt allar þjáningar úti,
en lífið sjálft fyrir höndum, — en hugurinn
hvarflar til hennar, sem hefir beðið eftir hon-
um í ellefu ár.
»Yið ætluðum að gil'tast núna í vikunni«,
segir hann í hálfum hljóðum, eins og við
sjálfan sig.
Læknirinn segir, að enginn tími sé til að
láta sækja unnustu hans.
Kristniboðinn biður þá um skriffæri. —