Vekjarinn - 01.01.1906, Blaðsíða 4

Vekjarinn - 01.01.1906, Blaðsíða 4
4 annara um að ella guðs ríki, en að græða fé; hann kendi í brjóst um vesalingana Irúar- snauðu, og sagði eins og Esajas: »Hér em eg, send þú mig«. Skömmu síðar seldi hann verzlun sína og hélt af stað til Suðurálfunnar, til að segja nokkrum deyjandi heiðingjum, sem aldrei höfðu þorað að líta óhræddir til himins, frá kærleika Krists. »í Suðurálfunni er alt hægfara nema dauð- inn«, segja menn. Stribbing var samt'ókviðinn og lét sér ekki Ijregða, þótl hann yrði að þola ýmsar raunir vegna Jesú Krists. En brátt bilaði heilsan, svo að hann varð að hverfa heim aftur sér til lækninga. Þar kyntist hann ungri stúlku, sem elsk- aði Jesúm. Hugir þeirra hneigðust saman, — en liann vildi ekki fara með hana lil villi- manna, þar sem líi' hennar yrði í stöðugri hættu. Hún ætlaði því að bíða þangað til hann væri búinn að koma upp föstum kristni- boðsstöðvum og kristinn söfnuður væri kom- inn umhverfis þær. Kærleikurinn til Krists var sterkari en ástin þeirra, og Slrihhing hélt i annað sinn ó- trauður til heiðingjanna. Hann kostaði sig sjálfur, en Drotlinn lagði til kraftana. Olt var hann þreyttur, en aldrei uppgef- inn, oft langaði hann heim til að sækja ást-

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.