Vekjarinn - 01.01.1906, Blaðsíða 32
32
sem kirkjunni er minkun að, og ekki má láta
viðgángast.
Að sönnu má tala vingjarnleg orð um
liinn látna, ef presturinn heíir verið kunnug-
ur hónum, svo að hann sé viss um að fara
með sannleikann einan. En úr því að kirkj-
an á að jarða og þjónn kirkjunnar að tala,
má ekki gleyma, að hér er mikilsverðara um-
talsefni en um tímanlegar og borgaralegar
framkvæmdir hins látna. Kirkjan heíir hér
ekki nema tvö umræðuefni: Sáluhjálp eða
glötun mannanna, þegar náðartíminn er út-
runninn. Líkræðan á að vera um það, ef
presturinn vill vera trúr starfsmaður kirkjunn-
ar og Drottins kirkjunnar. Það verður að
segjast, að hér sé náðartíð mannsins, og nú
séu eilíf örlög. þessa manns ákveðin. — Hitt
er annað mál, hvort presturinn getur talað
mikið um hinn látna í þessu tilliti. Það verð-
ur aðallega að fara eftir því, hvað prestinum
hefir verið kunnugt um hann í þessu efni.
Þeir menn eru til, sem presturinn veit ekki
annað en sorglegt um í þessu efni; mun hann
þá eðlilega telja skyldu sína, að tala sem allra
minst um það, þar sem það er til einskis
gagns að tala um alt hið sorglega, úr þvi það
er nú orðið ofseint. Þar sem vantrúin eða
guðleysið hefir látið sérstaklega til sín taka,
mun þó presturinn naumast komast hjá að